29/01/2020

Stöð 2 sparar 50% kostnaðar við framtíðarvistun gagna

Stærsta sjónvarpsstöð í einkaeigu á Íslandi (Stöð 2) sendir út þúsundir klukkustunda af efni í hverri viku. En eftir því sem efnismagn stöðvarinnar jókst dugðu geymslulausnir þess ekki lengur sem ógnaði gagnaöryggi og kallaði á gríðarlega fjárfestingu í gagnavistun. Á sviði gagnavistunar, þar sem hörð samkeppni ríkir, hafði Origo þróað DataCloud, hýsta lausn fyrir geymslu margmiðlunargagna í tveimur gagnaverum í flokki III, sem felur í sér að gögn sem eru lítið notuð eru vistuð í hagkvæmari geymslum, sem nota allt að 90% minni raforku samanborið við vistun gagna á diskakerfum.

Áskorunin

Vista þurfti gríðarmikið magn myndefnis í ótilgreindan tíma, en þó þannig að auðvelt væri að nálgast efnið til að klippa það, breyta því á ólík snið og loks senda það út á hinum ýmsu rásum, eða streyma því í efnisveitu, Viðskiptavinurinn hafði áður vistað gögnin innan fyrirtækisins sjálfs, en hið sívaxandi gagnamagn, innleiðing 4K og 8K háskerpu og aukin framleiðsla eigin efnis kölluðu á sífelldar uppfærslur og skölun vistunarbúnaðarins. Tæknin var að verða viðkvæm og úrelt og möguleikar til öryggisafritunar og endurreisnar eftir áfall uppfylltu ekki lengur kröfur nútímans.

Lausnin

Fyrirtækið tók Aurora DataCloud lausn Origo í notkun, og gat þannig vistað 40-60% margmiðlunarefnis sem minna var notað í ódýrari geymslum, og samt verið fullvisst um að öll gögn væru aðgengileg þegar á þyrfti að halda fyrir klippingu og útsendingu.

Niðurstaðan

  • 50% lægri kostnaður við framtíðarvistun gagna

  • 40% gagna flutt í hagkvæmari gagnaver sem nota minni raforku, sem dregur úr kostnaði við vistun á staðnum

  • Fjárfestingin skilaði sér á 1 mánuði, enginn stofnkostnaður, kostnaður tekur mið af magni

Þarfir fyrirtækisins

Viðskiptavinurinn rekur sjónvarpsstöð (Stöð 2) með nokkrum sjónvarpsrásum og fær tekjur af rekstri ljósvakamiðla, sjónvarpsáskriftum, auglýsingum, dreifikerfum, myndlyklum, TVOD, SVOD og PPV. Efnið er bæði aðkeypt efni og eigin framleiðsla.

Vista þurfti gríðarmikið magn myndefnis í ótilgreindan tíma, en þó þannig að auðvelt væri að nálgast efnið til að klippa það, breyta því á ólík snið og loks senda það út á ólíkum rásum, eða streyma því í efnisveitu, Viðskiptavinurinn hafði áður vistað gögnin innan fyrirtækisins sjálfs, en hið sívaxandi gagnamagn, innleiðing 4K og 8K háskerpu og aukin framleiðsla eigin efnis kölluðu á sífelldar uppfærslur og skölun vistunarbúnaðarins. Tæknin var að verða viðkvæm og úrelt og möguleikar til öryggisafritunar og endurreisnar eftir áfall uppfylltu ekki lengur kröfur nútímans.

Því vildi viðskiptavinurinn færa efnið í skýið og sleppa við umstangið og kostnaðinn sem fylgir sífelldum uppfærslum og skölun eldri kerfa. Á sama tíma vildi hann auka öryggi efnisins, tryggja rekstrarsamfellu og endurreisn eftir áfall og gera starfsemina færanlegri.

Ennfremur vildi viðskiptavinurinn bæta ferli sem notuð eru við vistun efnis og að sækja það til klippingar og útsendingar, svo efnið yrði aðgengilegra og vinnsla þess tæki styttri tíma.

Ávinningur

Viðskiptavinurinn notar hraðvirka SSD/Flash diska á staðnum til að vista efni sem er streymt eða er í klippingu. Allt annað efni er sjálfkrafa vistað í hinni nýju lausn frá Origo: Aurora DataCloud, á hagkvæmum geymslumiðlum sem nota allt að 90% minni raforku samanborið harða diska, en þó þannig að auðvelt er að sækja efnið þegar á þarf að halda. Sem stendur hefur viðskiptavininum tekist að minnka magn gagna sem geymt er á staðnum um 40% og stefnir á að ná því hlutfalli upp í 60% á þessu ári. Með því að komið verður í veg fyrir vöxt gagnamagns sem vistað er á staðnum, með tilheyrandi sparnaði viðhalds-, þjónustu- og launakostnaðar, áætlar viðskiptavinurinn að beinn langtímasparnaður geymslukostnaðar verði yfir 50% samanborið við fyrri lausn.

Ferlið við að flytja efni í hagkvæmari vistun miðað við raunverulega notkun hefur nú verið gert sjálfvirkt samkvæmt reglum sem viðskiptavinurinn setur, en samt er efnið aðgengilegt innan örfárra sekúndna eða mínútna þegar þess er þörf, svo notendaupplifun og -ánægja hefur batnað umtalsvert.

Viðskiptavinurinn getur nú andað léttar, því nútíma gagnaverndartækni tryggir að verðmæt gögn eru geymd sjálfkrafa og á öruggan hátt á tveimur aðskildum landfræðilegum staðsetningum og eru aðgengileg hvaðan sem er ef áfall dynur yfir. Fjárfestingin skilaði sér strax á fyrsta árinu, því stofnkostnaður viðskiptavinarins var nær enginn, og lausnin er áskriftarþjónusta þar sem mánaðargjaldið tekur mið af gagnamagni. Mánaðargjaldið þýðir einnig að viðskiptavinurinn á auðveldara með að áætla kostnað og stýra sjóðstreymi.

Viðskiptavinurinn áætlar að til lengri tíma muni kostnaður við gagnavistun lækka um meira en 50% með þessari nýju lausn eftir því sem gagnamagnið eykst.

Tæknin

Aurora DataCloud frá Origo er framsækin og hagkvæm geymslulausn fyrir gögn sem þarf að geyma í miklu magni til langs tíma. Hún var hönnuð fyrir margmiðlunariðnaðinn, til að þjóna sem geymslulausn fyrir mynd- og hljóðefni en hefur þegar sannað gildi sitt fyrir annars konar notendur, svo sem flugfélög og söfn.

Aurora DataCloud var þróuð með nýstárlegri samsetningu IBM netþjóna, geymslu- og segulbandskerfa til að búa til afar sjálfvirkt, fjölhæft kerfi sem notendur geta valið að nýta á ýmsa vegu. Hún býður viðskiptavinum upp á hagkvæma, áreiðanlega, örugga og umhverfisvæna lausn á vandanum við að vista mikið magn gagna til langs tíma án þess að skerða aðgengi notenda að þeim.

Aurora DataCloud frá Origo samanstendur af IBM og Lenovo íhlutum sem eru hýstir í tveimur Tier III gagnaverum og notast við samstillta afritun milli gagnaveranna tveggja þannig að gögnin séu ekki aðeins vistuð á einum stað. IBM Spectrum Scale samskiptaregluhnútar þjóna sem GPFS biðlarar sem keyra á Lenovo SR650 netþjónum, og IBM ESS GL2c þjónar sem GPFS Native Raid gagnageymsla á IBM POWER8 netþjónum. IBM Spectrum Archive er samþætt við Spectrum Scale og GPFS með IBM TS4500 segulbandssöfnum og IBM LTO8 segulbandsdrifum.

Kerfið býður upp á ýmsa kosti umfram hefðbundnar gagnageymslulausnir. Hin nýstárlega blanda af diskum og LTO segulbandi þarfnast miklu minna rafmagns en ef aðeins væru notaðir harðir diskar. Útskipti eru ódýrari og það er einfalt og tiltölulega ódýrt að samþætta nýja segulbandstækni þegar hún býðst, auk þess sem unnt er að vista mjög stórar skrár - allt 12 TB á hylki sem er á stærð við tvo iPhone síma. Mikil innbyggð sjálfvirkni hjálpar einnig til við að halda launakostnaði í lágmarki.

Til að draga úr hættu á segulbandstæringu og tapi á umframgögnum keyrir Aurora DataCloud sjálfvirkar athuganir og skiptir út segulböndum sem sýna minnstu vísbendingu um rýrnun. Aurora DataCloud geymir tvö samstillt afrit af gögnum í tveimur Tier III gagnaverum á ólíkum landfræðilegum staðsetningum, svo gögnin séu örugg og varin gegn náttúruhamförum.

Þetta þýðir að í reynd er hægt að geyma gögnin til eilífðar.

Sú staðreynd að raforka á Íslandi stafar alfarið frá jarðhita og vatnsafli þýðir að orkan sem þarf til að keyra Aurora DataCloud er endurnýjanleg – nokkuð sem er sérstaklega eftirsóknarvert fyrir evrópska viðskiptavini sem vilja jafna kolefnisspor sitt.

Aurora DataCloud er eitt fyrsta dæmið um það að Spectrum Scale og Spectrum Archive hugbúnaðarlausnir IBM eru samþættar við IBM ESS netþjón og TS4500 segulbandssafn.

Fyrir viðskiptavini með mikið magn gagna sem þeir vilja geyma til langs tíma býður Aurora DataCloud frá Origo upp á byltingarkennda lausn sem hjálpar til við að halda kostnaði í lágmarki án þess að fórna aðgengi, tiltækileika og öryggi.

Tengdar lausnir

Origo er leiðandi í uppsetningu, þjónustu og rekstri á miðlægum búnaði.

Sérfræðingar Origo geta veitt ráðgjöf um meðal annars netbúnað, netþjóna, gagnageymslur, stórtölvur og lausnir fyrir kerfissali.

Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf