03/02/2020

Sveigjanleg mannauðslausn fyrir rekstur allra flugvalla á Íslandi

Isavia leitaði að nýrri, sveigjanlegri og sérsníðanlegri mannauðslausn. Úr varð að þeir urðu á meðal fyrstu fyrirtækja til að nota mannauðslausn Origo, Kjarna, sem þá var splunkuný. Í þessari færslu lýsir Haukur Þór Arnarson, verkefnastjóri hjá Isavia, samstar...

Isavia annast rekstur allra opinberra flugvalla á Íslandi. Félagið gegnir mikilvægu hlutverki í flugþjónustu á Íslandi og hjá því starfa um 1.400 manns. Isavia hefur sett sér markmið um að verða miðstöð flugs á Norður-Atlantshafsvæðinu - og tengja þannig saman Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu.

Isavia hafði samband við Origo (sem þá hét Nýherji) um mitt ár 2015. Þeir voru áhugasamir um nýja mannauðslausn sem þeir höfðu frétt að Origo væri að kynna, þar sem þeir voru ekki alveg sáttir við lausnina sem þeir notuðu þá.

Við vorum að leita að einhverju sveigjanlegra og notendavænna – lausn sem við gátum sniðið að þörfum okkar, segir Haukur.

Isavia sannfærðist strax eftir fyrsta fund sinn með Origo. Eftir það gerðust hlutirnir hratt, og Isavia varð á meðal fyrstu fyrirtækja til að hefja notkun nýrrar mannauðs- og launalausnar Origo, Kjarna.

Mikilvægi þess að geta brugðist hratt við

Isavia er stórt fyrirtækið og innleiðingarferlið var umfangsmikið þar sem færa þurfti öll gögn þeirra yfir í Kjarna. Vinnan hófst í október með innleiðingu hvers kerfishluta fyrir sig, og var byrjað á launakerfinu. Isavia vildi síðan hefja notkun ráðningarkerfisins í desember – en lausnin var ekki alveg tilbúin í tæka tíð.

Árleg ráðning sumarstarfsmanna var ein af ástæðum þess að Isavia leitaði að nýrri lausn. Það er tímafrekt ferli, þar sem ráða þarf 300-500 starfsmenn á hverju sumri. Isavia fær um 1.000 umsóknir á hverju ári, og því vildu þeir lausn sem auðveldaði þeim ráðningarferlið og gerði þeim kleift að hitta fleiri umsækjendur.

Minniháttar vandamál kom upp við innleiðingu hins nýja ráðningarkerfis sem lýsti sér í því að umsækjendur gátu ekki sótt um sumarstörf. Skýringin var sú að vefsmíðin annaði ekki hinum mikla fjölda umsókna. Sem betur fer brást Origo skjótt við og gerði nauðsynlegar lagfæringar.

Svartími þeirra var afar stuttur, útskýrir Haukur. Þeir gerðu strax ákveðnar lagfæringar, og síðan þurftu þeir að endurhanna ráðningarkerfið. En þetta var ferli sem tók ekki nema 2-3 vikur, og þeir settu það í forgang fyrir okkur.

Isavia var fyrsta fyrirtækið til að hefja notkun ráðningarkerfis mannauðslausnarinnar. Þótt það hafi ekki verið alveg tilbúið þegar þeir tóku það í notkun, þá fengu þær tækifæri til að taka virkan þátt í hönnun kerfisins. Origo hlustaði á ábendingar þeirra, og síðan var ráðningarkerfið sniðið að hinum sértæku þörfum Isavia, sem gaf mjög góða raun.

Verkefni leyst á skjótan hátt

Annað verkefni sem Isavia óskaði eftir að Origo leysti laut að því starfsfólki Isavia sem starfar sem flugumferðarstjórar. Flugumferðarstjórar þurfa reglulega að endurnýja starfsréttindi sín. Það útheimtir að halda þarf tíð námskeið þar sem fram fer ýmis konar þjálfun. Með lausn Origo fékkst mikill tímasparnaður við þessa vinnu.

Okkur hefur nú tekist að sjálfvirknivæða þetta ferli, segir Haukur. Við getum notað Kjarna til að senda sjálfvirkar tilkynningar áður en réttindi starfsmanns renna út, og getum þannig verið viss um að réttindi flugumferðarstjóra okkar séu ávallt endurnýjuð.

Opin samskipti skila jákvæðri niðurstöðu

Fyrir Isavia, sem er stórt fyrirtæki með sértækar þarfir, skipti afar miklu máli að geta haft aðkomu að ferlinu – því það er nokkuð sem fyrri lausn þeirra bauð ekki upp á.

Kjarni hefur reynst frábær lausn fyrir mannauðsdeild Isavia, og starfsfólkið er afar ánægt með útkomuna. Það sem Haukur Þór Arnarson er ánægðastur með er þjónustan og stuðningurinn sem sérfræðingar Origo sem sinna Kjarna veita. Þeir bregðast ávallt hratt við og leysa úr vandamálum á skjótan hátt. Isavia á oft í samskiptum við sama aðilann hjá Origo, og línan er ávallt opin, sem er ein af ástæðum þess að samstarfið hefur gengið jafn vel og raun ber vitni.