29/06/2023
Þess vegna er auðvelt að innleiða HubSpot CRM í fyrirtækið þitt
Innleiðing á HubSpot CRM er auðveldari en þú heldur

Fyrirtæki þurfa að vanda til þegar verið er að velja CRM kerfi, að mörgu þarf að huga svo það henti þörfum fyrirtækisins. Ef þig vantar aðstoð þá mælum við með að þú kíkir á leiðarvísi sem við settum saman til að aðstoða fyrirtæki sem eru á þessari skemmtilegu vegferð.
Þegar búið er að velja CRM kerfi þá tekur við næsti áfangi sem er að innleiða kerfið. Innleiðingin er gríðarlega mikilvæg og að mörgu að huga svo hún mislukkist ekki. Einn af kostum HubSpot er sá að það er tiltölulega auðvelt að innleiða það inn í fyrirtæki samanborið við mörg sambærileg kerfi. Það býður upp á mjög notendavænt viðmót og eiginleikar kerfisins gera það að verkum að það er auðvelt að prófa sig áfram, læra og nota kerfið.
Við höfum tekið saman nokkrar ástæður fyrir því að það er auðvelt að innleiða HubSpot.
"Draga-og-sleppa" virkni
Notendaviðmót HubSpot er hannað til að vera einfalt og notendavænt. Í kerfinu er "draga-og-sleppa" virkni til að búa til lendingarsíður, tölvupóst, sniðmát og verkflæði. Þetta auðveldar notendum sem hafa takmarkaða tækniþekkingu að búa til og sérsníða ýmsar aðgerðir inn í kerfinu.
Forsmíðuð sniðmát og verkflæði
HubSpot býður upp á úrval af tilbúnum sniðmátum og verkflæðum sem auðvelt er að aðlaga að vörumerkinu þínu og þörfum. Þessi sniðmát þjóna sem upphafspunktur og spara tíma og fyrirhöfn í innleiðingarferlinu.
Leiðbeinandi uppsetning og innleiðing
HubSpot býður upp á leiðbeiningar sem hjálpa þér að setja upp og innleiða kerfið. Á meðal verkfæra sem þú getur notað eru skjöl, myndbandsleiðbeiningar og 24/7 þjónustuborð. Þessi úrræði hjálpa þér að kynnast kerfinu og innleiða það.
Sjálfvirkni og sérsnið
Sjálfvirknimöguleikar í HubSpot einfalda gerð endurtekinna verkefna og gera það kleift að búa til sérsniðnar sölu- og markaðsherferðir. Í HubSpot er auðvelt að setja upp sjálfvirk vinnuflæði til að hlú að sölutækifærum og senda markaðsskilaboð án þess að hafa mikla tækniþekkingu.
Samþættingarmöguleikar
Það er einfalt að samþætta HubSpot við margar vinsælar lausnir frá þriðja aðila, sem gerir þér kleift að tengja núverandi lausnir og kerfi. Það að geta samþætt HubSpot við önnur kerfi á einfaldan hátt gerir það að verkum að ekki er þörf fyrir flókna gagnaflutninga eða breytingu á núverandi ferlum.
Þjálfunar- og vottunaráætlanir
HubSpot býður upp á þjálfunar- og vottunarnámskeið í gegnum HubSpot Academy. Þessi námskeið bjóða upp á ítarlega þjálfun á ýmsum þáttum kerfisins og gerir notendum kleift að læra fljótt og örugglega á kerfið, ásamt því að nýta eiginleika þess sem best.
Einn staður fyrir sölu, markaðsmál og þjónustu
HubSpot býður upp á fjöldan allan af verkfærum fyrir sölu, markaðsmál og þjónustu á einum stað. Að hafa allt aðgengilegt á einum stað gerir það að verkum að þú þarft ekki mörg kerfi til að halda utan um viðskiptavinina þína og verkefni tengd þeim. Að hafa allt í einu kerfi einfaldar innleiðingarferlið.
Þó að innleiðing nýs hugbúnaðar krefjist nokkurs náms og aðlögunar, gerir notendavænt viðmót HubSpot og öflug stuðningverkfæri fyrirtækjum auðveldara að innleiða og nýta kerfið eins og best verður á kosið.
HubSpot teymi Origo aðstoðar fyrirtæki við innleiðingu á HubSpot. Við bjóðum upp á innleiðingarpakka sem við aðlögum að þínum þörfum og þörfum fyrirtækis þíns. Endilega heyrðu í okkur fyrir frekari upplýsingar!
