11/10/2022 • Kjartan Jóhannsson

Viðskiptagreind Kjarna breytir leiknum

Viðskiptagreind hugbúnaðar er áhrifamikið tól sem getur sparað mikinn tíma þegar unnið er með gögn með það markmið að efla og styrkja rekstur.

Viðskiptagreind vinnur gögn þannig að hægt sé að fá verðmæti úr þeim í formi vitneskju og tímasparnaðar. Stefna Origo er að bjóða upp á virðisskapandi viðskiptagreind í öllum sínum lausnum og hafa sérfræðingar okkar í viðskiptagreind meðal ananrs þróað tilbúna gagnapakka fyrir Kjarna,“ segir Kjartan Jóhannsson, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Origo.

Tilbúin viðskiptagreind í gagnapakka

„Með þverfaglegu samstarfi innan Origo höfum við lagt saman þekkingu okkar á gagnavísindum og á mannauðs- og launakerfum til að skapa verðmæti strax fyrir þinn rekstur,“ upplýsir Kjartan.

Gagnapakkar Origo eru viðbót sem fer ofan á mannauðs- og launalausnina Kjarna. Teymið þeirra getur sett gagnapakka ofan á þitt kerfi á einum virkum degi og þið getið farið að rýna gögn daginn eftir, í flestum tilvikum.

Viðskiptagreind er góð viðbót við KjarnaViðskiptagreind er góð viðbót við Kjarna

„Viðskiptargreindarteymi Origo getur einnig smíðað fyrir þig tengingar inn í aðrar vefþjónustur eða kerfi og samþætt við gögnin þín úr Kjarna. Dæmi um þetta eru til dæmis tímaskráningarkerfi, ánægjukannanir eða fjárhagsupplýsingar. Gögnin eru svo gerð auðlesanleg á mælaborði og í gagnvirku viðmóti eins og stöplum, skífum og skýrslum,“ útskýrir Kjartan.

Dæmi um árangur

„Starfsmannavelta er gott dæmi um gagnalíkan sem getur skilað rekstri verðmætum hratt. Þökk sé þekkingu og reynslu sérfræðinga okkar í Kjarna getum við komið slíkri virkni í gang á mettíma. Þannig færðu verðmæti úr gögnum sem eru nú þegar til og getur skoðað starfsmannaveltu með gagnvirku viðmóti. Þegar uppsetningu er lokið getur þú séð starfsmannaveltu eftir deildum, stjórnendum, aldri, kyni, staðsetningu, menntun og tímabili,“ segir Kjartan, sem unnið hefur að viðskiptagreind í fimmtán ár.

Hvað getur viðskiptagreind gert fyrir þig?

„Viðskiptagreind er ekki bara betri skýrslur, heldur vinnan við að tengja saman gögn úr mismunandi kerfum með vefþjónustum, raða gögnunum í líkan og birta þau í viðmóti, þannig að verðmæti skapist fyrir stofnanir og fyrirtæki. Viðskiptagreind er líka hugmyndafræði sem, ef vel útfærð, gefur þínum rekstri samkeppnisforskot,“ segir Kjartan.

Eftir smá undirbúning getur viðskiptagreind fært þínum rekstri eftirfarandi verðmæti:

  • Örari greiningu með gagnvirku viðmóti, sem sparar tíma og vinnu

  • Aukið traust á gögnum með reyndum gagnalíkönum

  • Aukna framleiðni með aðgengilegri gögnum

  • Aukna ánægju starfsfólks, minni handavinnu í Excel

  • Betri upplifun fyrir viðskiptavini

https://images.prismic.io/new-origo/cae05fb5-9c74-4ee8-bae0-b7007a29e276_Kjartan+J%C3%B3hannsson.jfif?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Kjartan Jóhannsson

BI Ráðgjafi

Deila bloggi