26/05/2021 • Anton M. Egilsson

67% fyrirtækja auka netvarnir

Bandaríska fyrirtækið Colonial Pipeline greiddi um fimm miljónir Bandaríkjadala til þess að opna kerfi sín aftur í kjölfar gagnagíslatöku. Áhrif árásarinnar hefur orðið til þess að mörg fyrirtæki hyggjast endurmeta netvarnir sínar.

Árásin gegn Colonial Pipeline, sem er eitt stærsta lagnafyrirtæki Bandaríkjanna og sér næstum helmingi austurstrandarinnar fyrir eldsneyti, olli truflun í framleiðslu sem leiddi til skorts á eldsneyti og sýnir það hversu mikil áhrif netárásir geta haft í raunheimum. Colonial Pipeline greiddi næstum fimm miljónir Bandaríkjadala fyrir kóðann sem opnaði kerfi þess að nýju en þau höfðu verið dulkóðuð af tölvuþrjótum.

Gagnagíslataka hefur verið mikil netógn um nokkurn tíma og eru engar horfur á að sú ógn minnki á komandi árum. 84% þeirra sem tóku þátt í könnun ISACA sögðust trúa því að slíkar árásir muni verða algengari eftir því sem líður á árið 2021, samkvæmt zdnet.com.

​Röskunin sem hlaust af árásinni, sem og hin háa greiðsla sem fyrirtækið þurfti að reiða fram, hefur virkað sem einskonar áminning fyrir önnur fyrirtæki. Ný skýrsla frá ISACA bendir til þess að um 67% aðspurðra fyrirtækja sjá fram á að taka nýjar varnir í gagnið sökum árásarinnar á Colonial Pipeline.

​Fjölgunin í þessari tegund árása er vægðarlaus og fórnarlömbin geta verið hver sem er: stór eða smá fyrirtæki, ríkisrekin sem og í einkaeign í hvaða geira sem er, að sögn ISACA. En þrátt fyrir þessa ógn á gagnagíslatöku segjast 38% þátttakanda könnunarinnar sín fyrirtæki ekki hafa boðið þjálfun gegn gagnagíslatöku fyrir starfsfólk sitt, sem gæti aukið á öryggi fyrirtækja.

​Fyrirtæki ættu einnig að bæta öryggisstefnu sína sem fyrst til að hindra netþrjóta í að nýta þekkta veikleika og koma á vöktun á umhverfum sínum.

Meira um netvarnir

https://images.prismic.io/new-origo/12b5d5b8-ecda-478d-857b-ab289c8487f2_Anton.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Anton M. Egilsson

Aðstoðarframkvæmdastjóri Syndis

Deila bloggi