05/03/2024
Aðalfundur Origo hf 20. mars

Aðalfundur Origo hf. verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 10:00 í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37, Reykjavík.
Dagskrá fundarins
Skýrsla stjórnar um starfsemi þess síðastliðið rekstrarár
Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu
Kynning á vegferð félagsins
Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
Breytingar á samþykktum
- Stjórn leggur til að grein 1.4 verði breytt þannig að greinin verði eftirleiðis svohljóðandi: „Tilgangur félagsins er að starfa sem eignarhaldsfélag á sviði upplýsingatækni.“
- Stjórn leggur til að framvegis verði ekki varamenn í stjórn og felur sú tillaga í sér að texti með tilvísun til varamanna í greinum 5.1 og 8.1 fellur brott.
- Stjórn leggur til að bæta við eftirfarandi texta við 1. ml. greinar 5.5: „ef um er að ræða fimm manna stjórn og ekki lægra en 33.3% ef um er að ræða þriggja manna stjórn“.Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu
Kosning stjórnar félagsins
Kosning endurskoðanda
Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá
Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr. hlutafélagalaga
Önnur mál
Deila frétt