23/08/2024

Mikill áhugi á heimsókn Ana Paula Assis til Origo

Gervigreindin áhrifavaldur í valdeflingu kynjanna

Valdefling kvenna á tímum gervigreindar

Origo stóð fyrir afar vel sóttum síðdegisviðburði þar sem leiðtogar á ýmsum sviðum ræddu hvernig við getum valdeflt konur á tímum gervigreindar. Auk þess var rætt um fjölbreytni og þátttöku í tæknigeiranum og kynjahalla í gervigreind og mynduðust fróðlegar umræður í pallborðinu.

Við fengum til okkar frábæra gesti í pallborðsumræðurnar en það voru þau Ana Paula Assis framkvæmdarstjóri IBM EMEA, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdarstjóri Datalab, Sigríður Mogensen sviðstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka atvinnulífsins og þá stýrði Arna Harðardóttir, framkvæmdarstjóri Helix Health umræðunum.

Ari Daníelsson, forstjóri Origo.Ari Daníelsson, forstjóri Origo.

Umbylting gervigreindar

Það hefur orðið afar hröð framþróun í gervigreind síðustu misseri og hefur hún mikil áhrif á okkar daglega líf. Gervigreindin hefur breytt því hvernig við vinnum en einnig samskiptum okkar hvort við annað. Mörg fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að tileinka sér og nýta gervigreindina og mun sú þróun líklega engan enda taka.

Því er mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa áhrif á framþróun gervigreindar séu spegilmynd samfélagsins. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að tryggja að þversnið samfélagsins speglist í þeim hóp sem mun leiða þessa tæknibyltingu sem gervigreindin felur í sér.

Sigríður Mogensen , Ana Paula Assis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Brynjólfur Borgar Jónsson.Sigríður Mogensen , Ana Paula Assis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Brynjólfur Borgar Jónsson.

Hindranir í gervigreindar- og tæknigeiranum

IBM gaf nýlega út skýrslu um kvenleiðtoga á tímum gervigreindar, en þar kemur fram að stjórnendur telja að það séu ýmsar hindranir fyrir því að efla fjölbreytni meðal þeirra sem starfa við gervigreind.  Sem dæmi má nefna að lítil tæknikennsla á sér stað í skólum, dræmur áhugi sé á fjölbreytileika og inngildingu (e. Inclusion) hjá fyrirtækjum og skortur á sýnileika kvenna í stjórnendastöðum.

Í skýrslunni kemur einnig fram að 82% stjórnenda eru nú þegar að nýta gervigreind eða ætla sér að taka hana upp á næsta ári, því er brýnt að við tryggjum að konur taki þátt í tækniumbyltingar vegferðinni sem við erum í.

Ana Paula Assis framkvæmdarstjóri IBM EMEA og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Ana Paula Assis framkvæmdarstjóri IBM EMEA og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Tryggjum konum sæti við borðið

 Þrátt fyrir þessar hindranir er ýmislegt sem við getum gert til að valdefla konur á tímum gervigreindar. Í skýrslunni kom fram að mikilvægt sé að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru reknar og stofnaðar af konum, auka sýnileika í stjórnendastöðum, vera með mentor námskeið (e. mentor programs), auka tæknikennslu í skólum, hvetja konur í raungreinar (e. STEM) í háskólum, skapa inngildandi menningu á vinnustöðum með því að vekja athygli á mikilvægi fjölbreytileika og jákvæðum áhrifum hans á nýsköpun. 

Elfa Aradóttir, Ragnhildur Ágústsdóttir og Inga María Backman.Elfa Aradóttir, Ragnhildur Ágústsdóttir og Inga María Backman.
Ragna Margrét Norðdahl og Dröfn Guðmundsdóttir.Ragna Margrét Norðdahl og Dröfn Guðmundsdóttir.
Stefanía Berndsen og Hörn Valdimarsdóttir.Stefanía Berndsen og Hörn Valdimarsdóttir.

Deila frétt