26/09/2024

Árni Geir ráðinn framkvæmdarstjóri hjá Origo

Árni Geir Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo og hann mun leiða hugbúnaðarsvið félagsins frá októbermánuði.

Árni Geir Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo og mun hann leiða hugbúnaðarsvið félagsins frá októbermánuði.  

Árni Geir hefur víðtæka reynslu af stjórnun í hugbúnaðarþróun og rekstri. Hann starfaði áður hjá Íslandsbanka frá árinu 2011 þar sem hann var forstöðumaður stafrænnar þróunar á upplýsingatæknisviði, ásamt því að bera ábyrgð á tækniframþróun og tæknihögun, bæði í þróun og rekstri. Áður vann Árni við hugbúnaðarþróun og rekstur hjá Tern Systems, VIJV og Oz. 

Árni er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í  Reykjavík og M.Sc. í Verkfræði með áherslu á máltækni og gervigreind frá Álaborgarháskóla. 

Við erum stolt af þessari ráðningu, en Árni er reynslumikill stjórnandi með sterka tæknilega þekkingu á þeim sviðum sem við viljum leggja áherslu á. Við höfum raðað upp liði sem gerir okkur í stakk búin til að takast á við áskoranir og tækifæri framtíðarinnar. Ég er sannfærður um að þessar breytingar munu skila okkur enn betri árangri á komandi árum.

Ari Daníelsson

Forstjóri Origo

Samhliða hraðri framþróun í tækni, skýjainnviðum, gagnadrifinni nálgun og hagnýtingu gervigreindar hafa fjölmörg tækifæri raungerst á markaði sem hingað til hafa verið á færi fárra stærri aðila. Origo hefur þá sérstöðu að geta brúað þetta bil í hugbúnaðarlausnum sem og rekstri. Origo getur þannig boðið lausnir sem svara ekki aðeins þörfum dagsins í dag, heldur hafa þann kost að geta vaxið og þróast hratt í takt við tækniframþróun og kröfur viðskiptavina.

Ég er bæði stoltur og spenntur að ganga til liðs við teymið hjá Origo sem hefur náð frábærum árangri í vöruþróun og taka þátt í þeirri vegferð sem er þar framundan

Árni Geir Valgeirsson

Framkvæmdastjóri hjá Origo

Deila frétt