17/11/2025

Arnþór Ingi nýr forstöðumaður

Origo hefur ráðið Arnþór Inga Hinriksson sem forstöðumann Azure skýja- og viðskiptalausna. Sviðið byggir á sterkri sérhæfingu í Microsoft umhverfinu og hagnýtingu gagna og gervigreindar.

Origo hefur ráðið Arnþór Inga Hinriksson sem forstöðumann Azure skýja- og viðskiptalausna. Sviðið byggir á sterkri sérhæfingu í Microsoft umhverfinu, þar sem áhersla er lögð á Azure skýjalausnir, Dynamics 365, Power Platform, Microsoft 365 og hagnýtingu gagna og gervigreindar. Ráðning Arnþórs, í kjölfar kaupanna á Business Central ráðgjafafyrirtækinu Kappa, eykur enn styrk Origo sem leiðandi ráðgjafa á sviði Microsoft lausna. 

Arnþór hefur sterka tæknilega innsýn og dýrmæta stjórnunarreynslu sem nýtist vel í þeirri umbreytingu sem fyrirtæki standa frammi fyrir í dag. Hann býr yfir mikilli þekkingu og reynslu af Dynamics 365, Business Central og skýjalausnum í Azure-umhverfinu, sem eru lykilþættir í stafrænum vexti viðskiptavina okkar. Við erum mjög ánægð að fá hann til okkar og hlökkum til að sjá hann móta framtíð Azure- og viðskiptalausna hjá Origo,“ segir Árni Geir Valgeirsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo. 

Árni Geir Valgeirsson

Framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo

Arnþór Ingi hefur yfir 20 ára reynslu á hugbúnaðarþróun og hefur gengt ýmsum stjórnunar- og sérfræðihlutverkum. Arnþór Ingi kemur frá Icelandair þar sem hann starfaði sem Tech Lead og deildarstjóri í Digital og Data. Þar leiddi hann þjónustulausnahópinn. Fyrir það gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra hjá Hlaða ehf. og Glaze.  

Undanfarin misseri hefur Origo verið í mikilli umbreytingu sem ég hef fylgst vel með úr fjarlægð.  Skörp sýn á framtíð og tilgang félagsins samofin miklum metnaði til að skara framúr heillaði mig og þegar tækifæri á að taka þátt í vegferðinni bauðst var ekkert annað í stöðunni en að stökkva á það.

Arnþór Ingi Hinriksson

Forstöðumaður Azure skýja- og viðskiptalausna

Deila frétt