29/10/2024
Aukin hætta á netárásum í vikunni
Þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík dagana 28. til 31. október. Það er aukin hætta á netárásum á meðan á þinginu stendur, og mikilvægt er að vera á varðbergi.

Dagana 28. til 31. október verður þing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík, opinberir viðburðir sem þessir hafa undanfarið dregið athyglina að þeim löndum sem þá halda og hafa þau orðið skotspónn netglæpahópa.
Starfsfólk Origo bendir viðskiptavinum á að fylgjast með fréttum og tilkynningum á heimasíðu CERT-IS. Origo tekur tölvuöryggismál sín og sinna viðskiptavina alvarlega, þess vegna hefur Origo brýnt fyrir starfsmönnum sínum og þjónustuaðilum að vera sérstaklega á varðbergi á meðan þingið stendur yfir næstu daga.
Origo hvetur viðskiptavini sína til þess að senda út tilkynningu til sinna starfsmanna og brýna enn og aftur fyrir þeim mikilvægi þess að smella ekki á tengla í tölvupósti, eða gefa upp notendanafn og lykilorð, ásamt því að vera almennt vel vakandi gagnvart stafrænum ógnum.
Deila frétt