02/05/2024

Gagnaglíman 2024 er hafin

Hakkaraskólinn er í fullum gangi dagana 18.mars – 11.maí og hvetjum við öll sem hafa áhuga á netöryggi að skrá sig.

Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, er árleg keppni sem er haldinn er af frumkvæði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Orgio og Syndis er stoltir styrktaraðilar. Markmið keppninnar er að efla áhuga íslenskra ungmenna á netöryggi og auka þekkingu þeirra og færni.  

Hlutverk keppninnar er að velja 10 manna lið til að taka þátt í Netöryggiskeppni Evrópu fyrir Íslands hönd sem haldin verður í Tórínó á Ítalíu seinna á árinu.  

Nánari upplýsingar um  Gagnaglímuna má finna hér.

Ný viðbót við keppnina í ár er Hakkaraskólinn sem er í fullum gangi dagana 18.mars-11.maí og er öllum frjálst að skrá sig. Hakkaraskólinn er ætlaður sem kynning fyrir byrjendur á netöryggi og er rekinn af Gagnaglímufélagi Íslands.  

Gagnaglíman er vettvangur sem hvetur til ástundunar á netöryggi á skemmtilegan hátt, þar sem keppendur glíma við raunhæf verkefni og líkja eftir árásaraðferðum tölvuþrjóta. Hakkaraskólinn, sem er nýjung í ár, hefur það að markmiði að bjóða upp á aðgengilegt kynningarefni fyrir byrjendur, sem hafa enga fyrri reynslu, og undirbúa þá þannig fyrir þátttöku í Gagnaglímunni.

Hjalti Magnússon

Formaður keppninnar

Hakkaraskólinn er einnig forval fyrir Landskeppni Gagnaglímunnar. Þeir þátttakendur sem ná 1.0000 stigum í Hakkaraskólanum og eru 25 ára eða yngri verður boðið að taka þátt í Landskeppni Gagnaglímunnar.

Öllum er frjálst að taka þátt í Hakkaraskólanum og hvetjum við öll sem hafa áhuga á netöryggi að skrá sig en skólanum lýkur 11.maí. Frekari upplýsingar um Hakkaraskólann og skráningu má nálgast hér.

Deila frétt