04/04/2023

Gagnaglíman, netöryggiskeppni ungs fólks er hafin

Glíman er undankeppni fyrir Netöryggiskeppni Evrópu og markmið hennar er að mennta ungt fólk í netöryggi og hvetja það til að leggja það fyrir sig sem atvinnu.

Gagnaglíman

Gagnaglíman er undankeppni fyrir Netöryggiskeppni Evrópu, sem er haldin af Netöryggisstofnun álfunnar til að auka áhuga ungs fólks á netöryggi og hvetja það til að íhuga að leggja það fyrir sig sem atvinnu. Keppnin er haldin að frumkvæði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og er styrkt af Origo og Syndis bæði með fjár- og vinnuframlagi.

Viðbragð við stórauknum fjölda netárása

"Við þurfum að fá góðan grunn í netöryggi á Íslandi. Það sést augljóslega á stórauknum fjölda netárása sem mörg íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir að undanförnu, svo ekki sé talað um að hvernig tölvum er nú beitt í stríðsrekstri", segir Hjalti Magnússon, formaður keppninnar.

Þetta er vaxandi vandamál. Það eru ekki nógu margir í heiminum sem hafa þekkingu til að starfa við netöryggi og við erum eftirbátar á Íslandi. Það er enginn háskóli sem kennir þetta hér, að undanskildum örfáum námskeiðum, þrátt fyrir að netöryggi sé atvinnugrein,“ segir Hjalti Magnússon formaður keppninnar

Hjalti Magnússon

Formaður keppninnar og ráðgjafi hjá Syndis

Veikleikar á vefsíðum

Verkefnin sem keppendur takast á við eru fjölbreytt, flest miða þau að því að finna leiðir til að brjóta netöryggi svo auðveldara sé að átta sig á því hvernig er hægt að verjast mögulegum árásum. Dæmi um verkefni í keppninni er vefsíða með veikleika, og í gegnum hann er hægt að stela gögnum eða taka tölvuna í gíslingu. Annað dæmi gæti verið að misnota forrit og komast í gegnum það í minni tölvunnar.

Innflutningur á heimsklassaþekkingu í netöryggismálum

Það eru 10 manns á aldrinum 15-25 ára sem fá að fara út í keppnina. Einn keppanda er valinn áfram í Evrópuliðið og tekur í framhaldinu þátt í álfukeppninni og fær heimsklassa þjálfun. "Það er ótrúlega mikil vitneskja sem fæst aftur heim í gegnum keppnina, sem eflir og styrkir þessa litlu þekkingu sem við höfum." segir Hjalti.

En er keppnin ekki bara fyrir "nörda"?

Hjalti MagnússonHjalti Magnússon

Netöryggi snýst í raun um að hugsa út fyrir kassann, út í eitthvað sem enginn sá fyrir. Það er mjög skapandi þó fólk átti sig ekki alltaf á því. Það þarf heldur enga sérstaka hæfileika eða að vera „nörd“, þetta er bara eins og að læra tennis eða að smíða, það þarf æfingu og áhuga.

Hjalti Magnússon

Formaður keppninnar

Gagnaglíman 2023 er hafin

Forkeppni Netöryggiskeppni Íslands er opin 1.-30. Apríl. Öllum er frjálst að taka þátt í forkeppninni!

Deila frétt