09/10/2023
Getur tæknin sparað samfélögum háar fjárhæðir?
Ráðstefna um það hvernig sveitafélög geta breytt leiknum og náð árangri í stafrænni vegferð með snjöllum lausnum.

Origo hélt nýverið ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica fyrir sveitafélög undir heitinu: Hvernig geta sveitarfélög sparað sporin og hagrætt með tækninni, en þar sögðu öflugar konur sögur um hvernig sveitafélög hafa náð árangri í sinni stafrænu vegferð.
Guðný Guðbjartsdóttir, Customer success manager hjá danska fyrirtækinu Cludo, sagði frá þeim árangri sem Lilleström í Noregi og Hafnafjarðarbær hafa náð með nýrri öflugri leitarvél er byggir á gervigreind og gerir sjálfsafgreiðslu íbúa einfalda.
Lilleström i Noregi fann strax mun, íbúar fundu þær upplýsingar sem þeir þurftu á að halda og sveitafélagið horfði uppá mikla fækkun símtala og tölvupósta frá íbúum og hafði Hafnafjarðarbær svipaða sögu að segja.

Hægt að spara tugi milljóna með rafrænum umbótaverkefnum
Mannauðsstjóri Hafnafjarðarbæjar, Kristín Sigrún Guðmundsdóttir, sagði frá stafrænni vegferð bæjarins og rannsókn KPMG sem sýndi fjárhagslegan og umhverfislegan ábata af stafrænni vegferð upp á 22.6 milljónir á ársgrundvelli.
Maria Hedman, vörustjóri CCQ gæðalausna hjá Origo sagði frá þeim árangri sem Reykjanesbær hefur náð með innleiðingu rafræns Ábendinga- og fyrirspurnarkerfis, en þar er m.a. sparast töluverður tími og afgreiðsluhraði hefur aukist til muna.
Unnur Sól Ingimarsdóttir, sérfræðingur hjá Origo, fór yfir ávinninginn sem skapast hefur af rafrænum umsóknarferlum í stað pappírsumsókna hjá viðskiptavin, en hann var um 5000 klst. á ári eða 2,5 starfsgildi.
Hildur Björk Pálsdóttir, sérfræðingur í gæða-og innkaupalausnum hjá Origo, sýndi hvernig hægt er að greina rafræna innkaupareikninga og finna leiðir til sparnaðar með einföldum hætti.
Inga Rós Gunnarsdóttir, gagnastýra hjá Reykjavíkurborg, fór yfir hvernig hægt er að fylgjast með uppbyggingu Reykjavíkurborgar með gagnvirkri kortasjá. Kortasjáin hjálpar ekki einvörðungu verktökum að skipuleggja verkefni sín heldur borgurunum þegar kemur að vali á íbúðahúsnæði.
Ljóst var að málefnið var starfsmönnum sveitafélaga afar hugleikið því ráðstefnan var sérlega vel sótt og góðar umræður sköpuðust um erindin.

Deila frétt