30/09/2024
Graphogame lestrarleikur – Eflum læsi barna
Graphogame er tölvuleikur sem hjálpar börnum að taka fyrstu skrefin í lestri.

Origo er samstarfsaðili í nýju lestrarátaki sem Billboard stendur fyrir en þau fjárfestu á dögunum í Graphogame, lestrarleik sem hjálpar börnum að ná betra taki á grunnfærni í lestri. Í gegnum allskonar verkefni læra börn að tengja saman hljóð og stafi og öðlast þannig með tímanum grunnfærni í lestri.
Leikurinn jók árangur barna í lestrarnámi
Graphogame er finnskur tölvuleikur sem hefur verið þýddur á fjölmörg tungumál og hefur náð góðum árangri. Leikurinn hefur náð miklum vinsældum hér á landi en niðurstöður rannsóknar sem var gerð í Kópavogsbæ leiddi í ljós að leikurinn jók árangur barna í lestrarnámi, en leikurinn nýttist þeim nemendum sem voru verst stödd í lestri best af öllum nemendahópnum.
Leikurinn er aðgengileikur í App Store og Google Play Við hvetjum öll til þess að ná sér í tölvuleikinn en hann er frír næstu fimm árin.

Betri tækni bætir lífið
Við hjá Origo erum glöð að geta styrkt verkefnið en stuðningur við nýsköpun er ein af megináherslum félagsins í samfélagsstarfinu. Við trúum því að betri tækni bætir lífið og að áskoranir samfélagsins verði leystar með nýsköpun og tækni. Það er hluti af sjálfbærnistefnu félagsins að ætla á ábyrgan hátt að vinna að því að lágmarka neikvæð áhrif á samfélagið og auka þau jákvæðu. Við viljum beita áhrif upplýsingatækninnar til góðs fyrir umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti.
Deila frétt