09/10/2024
Hluthafafundur Origo
Hluthafafundur Origo hf. verður haldinn 17. október 2024, kl. 17:00, í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37.

Hluthafafundur Origo hf. verður haldinn 17. október 2024, kl. 17:00, í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37.
Dagskrá fundarins
1. Breytingar á samþykktum
Stjórn leggur til að nafni félagsins verði breytt í Skyggnir Eignarhaldsfélag hf. og hefur það í för með sér að allar tilvísanir í samþykktum til Origo hf. verði breytt í hið nýja nafn.
Stjórn leggur til að bæta við eftirfarandi texta við 1. ml. greinar 5.5: „,þegar það starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði fyrir félagið á ársgrundvelli,“ sem bætist við eftir textann „Við stjórnarkjör skal tryggt“.
2. Kynning á stefnu og starfsemi félagsins
3. Önnur mál
Tilefni breytingartillagna á samþykktum er stefna Origo hf. um að færa starfsemi félagsins inn í sjálfstæð dótturfélög til að skerpa enn frekar á áherslum í rekstri og efla sókn með sjálfstæðari rekstrareiningum. Þannig stendur m.a. til að rekstur rekstrarþjónustu, innviða og hugbúnaðar flytjist í dótturfélag sem mun heita Origo ehf., en tilgangur Origo hf. (sem lagt er til með að heiti framvegis Skyggnir Eignarhaldsfélag hf.) er samkvæmt samþykktum að starfa sem eignarhaldsfélag á sviði upplýsingatækni.
Reykjavík, 9. október 2024
stjórn Origo hf.
Deila frétt