06/11/2023

Hoppað 9 hringi í kringum Ísland

Yfir 12 þúsund kílómetrar af umhverfisvænni samgöngu.

Starfsmenn Origo hafa undanfanfarið ár stórminnkað kolefnisspor sitt með því að hoppa í vinnuna. Það er að segja, með því að nota sér þjónustu rafskútuleigunnar Hopp til að komast í og úr vinnu.

Í september 2022 ákvað Origo að bjóða starfsfólki sínu að nota rafskútuleiguna Hopp sér að kostnaðarlausu frá kl 07:00-18:00 alla virka daga. Þetta var gert til að hvetja starfsfólk til að nota umhverfisvænni leiðir en einkabílinn til að ferðast til og frá vinnu.

Nú ári síðar hefur framtakið skilað sér í hvorki meira né minna en 6363 ferðum og 12,607 km akstri á skútunum - eða níu og hálfum hring um Ísland! Það samsvarar ríflega einu og hálfu tonni í sparnað á útblæstri á koltvísýringi miðað við að ferðirnar hefðu verið farnar á bíl.

Þetta hefur ekki bara lagst vel í umhverfið og umferðateppurnar, heldur starfsfólkið líka:

Mér finnst frábært að Origo bjóði starfsfólki upp á að nýta sér hlaupahjól á vinnutíma en fyrir mig er þetta auðveld leið til að draga úr kolefnisfótsporinu, ná meiri útiveru og sleppa við umferðina.

Kristófer Þór Magnússon

Forstöðumaður Viðskiptaþróunnar Origo

Deila frétt