04/11/2021

Hryllilegt hrekkjavökuhóf

Fólk í halloween búningum

Origo hélt hryllilegt hrekkjavökuhóf síðastliðinn föstudag þar sem starfsfólk sýndi mikinn metnað í að mæta í svakalegum búningum og skemmta sér og öðrum.

,,Stjórn starfsmannafélagsins vann hörðum höndum við að undirbúa hrekkjavökuhófið vel. Við umbreyttum kjallaranum hér í húsinu algjörlega og gaman að sjá spennuna hjá starfsfólki að kíkja niður í kjallarann á föstudagsmorgninum og sjá hvað var búið að skreyta mikið. Við vorum með Dag dauðans þema og skreyttum svolítið í takt við það. Það var mikill metnaður lagður í skreytingarnar. Það voru smíðaðar líkkistur, gerð altari og öll rými skreytt í hrekkjavökuþema. Við tókum þetta alla leið," segir Helga Björg Hafþórsdóttir sem er í stjórn starfsmannafélagsins hjá Origo.

,,Það var gaman að sjá hve margir mættu í búningum og lögðu mikinn metnað í búningaval og tóku þetta alla leið. Við vorum með förðunarsérfræðinga í húsinu og buðum upp á förðun á staðnum fyrir þá sem vildu. Auðvitað allir voru skikkaðir í hraðpróf og passað var uppá smitvarnir. MC Gauti kom og byrjaði stuðið og Júlladiskó hélt svo uppi stuðinu á dansgólfinu," segir Helga Björg ennfremur.

Deila frétt