16/09/2024

Origo fjárfestir í dala.care

Origo hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu dala.care sem þróar lausn á sviði heimaþjónustu, búsetu- og velferðarþjónustu.

Origo hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu dala.care sem þróar lausn á sviði heimaþjónustu, búsetu- og velferðarþjónustu. Forstjóri Origo segir að með fjárfestingunni skapist aukin tækifæri til að flétta saman tæknilausnum fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustu á Íslandi til að auka hagræði og öryggi þeirra sem þiggja og veita þjónustuna.

Hugbúnaðarlausn fyrir heimaþjónustu 

Dala.care hugbúnaðarlausnin, sem kemur úr smiðju Gangverks, er í innleiðingarferli hjá Reykjavíkurborg en í dag er lausnin að mestu í markaðssókn í Bandaríkjunum. dala.care lausnin tengir skjólstæðinga og aðstandendur þeirra við starfsfólk sem sinnir heimaþjónustu á borð við þrif, veitingar og lyfjagjafir. 

Samstarfið samræmist „Gott að eldast” aðgerðaráætlun stjórnvalda sem miðar að því að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem stuðlar að því að sem flest þeirra séu þátttakendur í samfélaginu - sem allra lengst. 

Heilbrigðistæknifyrirtækið Helix, sem er hluti af samstæðu Origo mun sinna endursölu á dala.care lausninni fyrir innlendan markað. „Hjá Helix starfa fremstu sérfræðingar landsins í heilbrigðistækni og félagið býr yfir áratuga reynslu á þróun hugbúnaðarlausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi”, segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo.

Ari Daníelsson forstjóri Origo.Ari Daníelsson forstjóri Origo.

Origo vill vera lyftistöng nýsköpunar meðal fyrirtækja sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að ná árangri með tækninni. Dala.care gerir það svo sannanlega með sinni lausn. Í gegnum Helix höldum við þegar úti sambærilegum hugbúnaðarlausnum fyrir hjúkrunarþjónustu og með dala.care getum teygt framboðið inn í velferðarþjónustu líka.

Ari Daníelsson

Forstjóri Origo

Byr undir báða vængi

Finnur Pálmi, framkvæmdastjóri dala.care fagnar því að fá meðbyr frá Origo. „Við hjá dala.care erum ungur sproti sem hefur náð miklum árangri á stuttum tíma og sjáum fram á spennandi tíma í samstarfi við Helix“, segir Finnur.

Með þessari fjárfestingu getum við unnið nánar með Helix til að samþætta félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun. Kerfið er í notkun hjá átta sveitarfélögum í dag og tveim heimaþjónustufyrirtækjum hérlendis. Þetta samstarf mun styrkja okkur í að bæta upplifun og þjónustu fólks sem fær umönnun heima fyrir. Fjárfestingin verður nýtt til að stækka teymið og fjármagna markaðssetningu í Bandaríkjunum.

Finnur Pálmi Magnússon

Framkvæmdarstjóri dala.care

Dala.teymið: Gísli Hrafnkelsson, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, Hanna Rut Sigurjónsdóttir, Berglind Brá Jóhannsdóttir, Finnur Pálmi Magnússon, Sól Sæmundsen, Guðjón Geir Jónsson, Victor Valenzuela, Lúðvík Snær Hermannsson. Á myndina vantar Bríeti Evu Gísladóttur.Dala.teymið: Gísli Hrafnkelsson, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, Hanna Rut Sigurjónsdóttir, Berglind Brá Jóhannsdóttir, Finnur Pálmi Magnússon, Sól Sæmundsen, Guðjón Geir Jónsson, Victor Valenzuela, Lúðvík Snær Hermannsson. Á myndina vantar Bríeti Evu Gísladóttur.

Deila frétt