10/12/2021

Hundrað viðskiptavinir komnir hjá Gæðastjórnunarlausnum Origo

Gæðastjórnunarlausnir Origo náðu þeim merka áfanga í vikunni að ná hundraðasta viðskiptavininum í viðskipti við fyrirtækið. Þessir hundrað viðskiptavinir eru að nota fyrir vörurnar CCQ, Justly Pay og Focal sem Origo hefur hannað og þróað.

Þórhildur Birgisdóttir, Dalla Rannveig Jónsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir og Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Að tilefni tímamótanna komu Kristín Hrefna Halldórsdóttir, vörustjóri gæðastjórnunarlausna Origo, og Hildur Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri Justly Pay, færandi hendi til Meniga, sem var hundraðasti viðskiptavinurinn, með köku til þess að fagna áfanganum.

Þórhildur Birgisdóttir, Dalla Rannveig Jónsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir og Kristín Hrefna HalldórsdóttirÞórhildur Birgisdóttir, Dalla Rannveig Jónsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir og Kristín Hrefna Halldórsdóttir

,,Ég er mjög stolt af þessum árangri. Teymið okkar hjá gæðastjórnunarlausnum hefur unnið hörðum höndum að því að ná þessum viðskiptavinum til fyrirtækisins og á mikið hrós skilið fyrir árangurinn. Þetta þýðir að við höfum nú 100 fyrirtæki í viðskiptum hjá okkur Gæðastjórnunarlausnum Origo. Þessir hundrað viðskiptavinir eru að nota fyrir vörurnar CCQ, Justly Pay og Focal,“ segir Kristín Hrefna.

 Þórhildur Birgisdóttir, mannauðsstjóri Meniga og samstarfsfólk hennar, var að vonum ánægt að fá kökuna góðu og vera hundraðasti viðskiptavinur gæðastjórnunarlausna Origo.

,,Mannauðs- og gæðastjórnunarlausnin Justly Pay sem Origo hefur þróað og hannað er mjög þægileg og skilvirk. Hún sér til þess að við fáum góðan ramma utanum jafnlaunarvottunaskjölin sem Meniga er nú að vinna að með hjálp Justly Pay," segir Þórhildur.

Deila frétt