20/03/2025
Nýjar mínar síður Origo
Við höfum opnað nýja sjálfsafgreiðslugátt fyrir reikninga og annað tengt viðskiptasambandi þínu við Origo ehf.

Nýjungar á mínum síðum:
Nú getur þú skráð þig inn með rafrænum skilríkjum og stýrt aðgangsmálum þíns fyrirtækis.
Mínar síður tengjast fyrirtækjaskrá sem gefur prókúfuhafa eða eigenda sjálfvirkan aðgang.
Athugið að í fyrsta sinn þarf aðili sem er skráður eigandi eða prókúruhafi að skrá sig inn og getur síðan stofnað aðra notendur og stýrt aðgangi.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.

Deila frétt