15/09/2023

Origo er samstarfsaðili Atlassian á Íslandi

Atlassian Community var stofnað vorið 2023 og er hópur áhugafólks á Íslandi um notkun Atlassian lausna eins og Jira Software, Jira Service Management og Confluence.

Origo var gestgjafi Atlassian Community fundar þann 7. september síðastliðinn, en Origo er eini samþykkti samstarfsaðili Atlassian á Íslandi (SolutionPartner) og lá því vel við að bjóða Atlassian samfélaginu í heimsókn. 

Umræðuefni fundarins var áhersla á sjálfvirkni í Jira þar sem Sverrir Tynes, Atlassian sérfræðingur hjá Origo og Sandra Axelsdóttir, Atlassian Community Leader fóru yfir bestu venjur í uppsetningu sjálfvirkni reglna í Jira og sýndu nokkur dæmi. Sjálfvirkni í kerfum Atlassian er gríðalega öflug virkni sem getur fækkað handtökum starfsmanna verulega og komið í veg fyrir mannleg mistök. 

Sandra Axelsdóttir, Atlassian Community LeaderSandra Axelsdóttir, Atlassian Community LeaderSverrir Tynes, Atlassian sérfræðingur hjá OrigoSverrir Tynes, Atlassian sérfræðingur hjá Origo

Á Íslandi eykst notkun á Atlassian vörum stöðugt og hafa vörurnar slegið í gegn við að leysa þjónustu- og verkbeiðna þörf fyrirtækja og stofnana. Fyrirtæki hafa í síauknum mæli notað Atlassian vörur til að samræma verklag og samstilla verkefni innan og á milli deilda og auka þannig upplýsingaflæði og rekjanleika.

Atlassian Community er frábær vettvangur fyrir áhugasama Jira Admins og notendur til að læra af öðrum ásamt því að deila reynslu sinni og þekkingu. Jira umhverfið er öflugt og býður upp á marga möguleika og því mikilvægt að greina þarfir vel og vanda vel til verka þegar kerfið er uppsett.

Sverrir Tynes

Atlassian sérfræðingur hjá Origo

Deila frétt