08/08/2023
Origo er styrktaraðili Hafnar.haus
Haraldur Þorleifsson er einn af stofnendum Hafnar.haus en þar má finna skapandi samfélag þar sem hugmyndir fá að njóta sín.

Í miðbæ Reykjavíkur á tveimur efstu hæðum Hafnarhússins má finna nýjan miðpunkt sköpunar, Hafnar.haus sem hefur reynst sannkallaður menningarlegur suðurpottur. Hafnar.haus samanstendur af 3000fm2 rými sem yfir 200 manns frá öllum sköpunarsviðum nota daglega sem vinnurýmið sitt.
Hafnar.haus er staður fyrir fólk sem er með fullt af hugmyndum. Origo hefur frá stofnun verið einn af okkar helstu styrktaraðilum og séð okkur fyrir þeim búnaði og þjónustu sem meðlimirnir okkar þurfa til að koma hugmyndunum sínum í framkvæmd
Haraldur Þorleifsson
•
Einn af stofnendum Hafnar.haus
Hafnar.haus byggist á þeirri hugmynd að framtíðin byggist á sköpun, á því að þora leiða frá hinu hefðbundna með forvitni, þrautseigju og fjölbreytni. Saman er markmiðið að skapa samfélag þar sem hugrekki og hugmyndir fá að flæða ótakmarkað og þar sem við getum komið saman og skapað hið ófyrirsjáanlega.

Verkefnið var sett upp þar sem skapandi fólki vantaði bæði húsnæði og samfélag til að starf innan. Hafnar.haus hýsir skapandi samfélag með opnar dyr til almennings, með uppákomur sem býður upp á aðstæður fyrir jákvæðni og samvinnu. Það mætti í raun líkja Hafnar.haus við heimili hugmynda þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.

Við hjá Origo elskum góðar hugmyndir. Við erum stolt af að geta stutt við það nýsköpunarstarf sem á sér stað hér í Hafnar.haus
Lóa Bára Magnúsdóttir
•
Markaðsstjóri Origo
Mörg mismunandi sköpunarsvið undir sama þakinu

Rebekka Ashley Egilsdóttir hefur verið að nýta sér vinnuaðstöðu hjá Hafnar.haus þar sem hún er að vinna að því að gefa gömlum rafmagnssnúrum nýtt líf. Hönnunarsjóður hefur úthlutað Rebekku styrk til þess að endurvinna rafmagnssnúrurnar, en í dag eru snúrurnar ekkert endurunnar þar sem þær eru úr samsettum efnum. Gúmmíið og plastið frá snúrunum notar hún í vefnað og koparinn í önnur verkefni sem við á hverju sinni. Rebekka deilir vinnuaðstöðunni með sjö vinkonum sínum úr Listaháskólanum, þar sem þær eiga það allar sameiginlegt að skapa eitthvað nýtt.


Liam Cobb er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður frá Bretlandi. Hann deilir vinnuaðstöðunni með konunni sinni Írisi Erlingsdóttur sem notar nýjar leiðir til að koma náttúrunni inn á heimili fólks, með plöntu vörum. Liam segir að í Hafnar.haus sé að finna hvetjandi starfsumhverfi sem gefi honum frelsi til að skapa.

Háskólinn á Bifröst hefur hefur einnig nýtt sér aðstöðu hjá Hafnar.haus þar sem þau halda úti stúdíói sem þau nýta til fjarkennslu og fyrirlestra á vegum skólans.
Deila frétt