24/05/2024

Origo Fyrirmyndar-fyrirtæki VR 2024

Origo fagnar því að vera eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum ársins 2024. Við erum ótrúlega stolt af þessari viðurkenningu.

Origo hlaut nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2024 í gær. Umfangsmikil rannsókn VR liggur að baki sem byggir á níu lykilþáttum. Heildareinkunn fyrirtækja er reiknuð út frá viðhorfi starfsfólks til ólíkra þátta starfsumhverfis, svo sem stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti og starfsánægju.

Við erum ótrúlega stolt af þessari viðurkenningu, enda skiptir okkur öllu máli að vera frábær vinnustaður. Lykiláherslur okkar í mannauðsmálum snúa að því að stuðla að jafnrétti, nýsköpun og velferð starfsfólks. Þessar niðurstöður og viðurkenningin "Fyrirmyndarvinnustaður 2024" sýnir hversu vel okkur gengur með þau markmið.

Dröfn Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Origo

Þetta er fimmta árið sem við hljótum þennan titil. Við munum halda áfram að hafa gleðina í fyrirrúmi alla daga, vinna að jafnrétti kynjanna, efla nýsköpun, sinna sjálfbærri þróun og umhverfismálum, ásamt því að hlúa vel að heilsu og vellíðan starfsfólks okkar.

Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri mannauðsmála hjá Origo tók á móti viðurkenningunni. Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri mannauðsmála hjá Origo tók á móti viðurkenningunni.

Deila frétt