12/11/2025

Origo hlýtur netöryggisviðurkenningu Aftra

Öryggisátak Aftra fól í sér öryggisáskoranir  í 4 vikur þar sem markmiðið var að efla öryggisvitund og styrkja grunnöryggi fyrirtækja.

Origo hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir þátttöku og góðan árangur í netöryggisátaki Aftra, sem fór fram í október, alþjóðlega netöryggismánuðinum.

Öryggisátak Aftra fól í sér öryggisáskoranir í 4 vikur þar sem markmiðið var að efla öryggisvitund og styrkja grunnöryggi fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem tóku þátt og sýndu fram á góðan árangur hlutu viðurkenningu.

Netöryggisáskorun Aftra var ekki bara verkefni sem við hjá Origo kláruðum, hún var áminning um hversu mikilvæg ábyrgð í öryggismálum er. Við setjum okkur há viðmið og leggjum metnað í að tryggja að Origo sé fyrirmyndarfyrirtæki í netöryggi. Það að fá viðurkenningu frá Aftra sýnir að við erum á réttri leið með sameiginlega ábyrgð, agaða framkvæmd og sterka öryggisvitund.

Gunnlaugur Th Einarsson

Upplýsingatæknistjóri Origo

Deila frétt