20/10/2023

Origo styrkir Gagnaþon Ríkiskaupa

Keppni þar sem hugvit og nýsköpun er nýtt til sparnaðar í ríkisrekstri.

Gagnaþon er keppni á vegum Ríkiskaupa þar sem markmiðið er að knýja fram nýskapandi sparnaðarlausnir með því að nýta fyrirliggjandi gögn ríkisins og Reykjavíkurborgar í opinberum rekstri. Með þessu skapast meira gegnsæi í ríkisrekstri en ásamt því margfaldast verðmæti fyrirliggjandi gagna.

Gagnaþon gefur nemendum og nýútskrifuðum tækifæri til að sýna færni sína ásamt því að kynnast því hvernig fyrirtæki skapa aukið virði með gögnum. Keppnin hefur farið fram þessa vikuna en henni lauk í gær með verðlaunaafhendingu. Verðlaun voru veitt fyrir bestu lausnina í hverjum flokki en alls var keppt í 4 mismunandi flokkum.

Vinningshafar fyrir bestu framsetningu á gögnumVinningshafar fyrir bestu framsetningu á gögnum

Deila frétt