20/06/2023

Origo er vottaður AWS samstarfsaðili

Samstarfið við AWS opnar dyr fyrir okkar viðskiptavini að fjölbreyttum þjónustum sem er mikilvægur liður í stafrænni vegferð fyrirtækja og stofnana.

Origo hefur náð þeim glæsilega áfanga að verða vottaður samstarfsaðili Amazon Web Services (Select Tier Services og Public Sector Partner). Viðurkenninguna fá aðeins þeir sem sýna fram á framúrskarandi tæknilega og viðskiptalega þekkingu á skýjaumhverfi AWS. Þessi viðurkenning styrkir stöðu Origo sem leiðandi aðili í skýjatækni á Íslandi en markmið okkar er að hjálpa viðskiptavinum við að móta skilvirka skýjastefnu, auka sveigjanleika, skalanleika og hagkvæmni.

Origo er traustur leiðtogi í skýjaumhverfum og hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að tileinka sér alla möguleika AWS og tryggir viðskiptavinum sérstakan stuðning, vöktun, greiningu og reglulegar uppfærslur fyrir öflugt og öruggt skýjaumhverfi.

Ólafur Ingþórsson

Senior Cloud Consultant

Margþættur ávinningur fyrir viðskiptavini Origo

Ávinningur skýjalausna AWS er mikill, má þar nefna að kostnaður er tengdur við notkun (e. pay per use), betri samtengingar, aðgengi að gögnum, viðamikið netöryggi og örari þróun. Samstarf Origo við AWS opnar dyr fyrir okkar viðskiptavini að gríðarlega fjölbreyttum þjónustum/skýjalausnum AWS m.a. tengdum AI, IoT, BigData Analytics, þjónalausri högun (e. serverless) ofl. sem er mikilvægur liður í stafrænni vegferð fyrirtækja.

Við erum í skýjunum

Þinn samstarfsaðili í skýjavegferð

Þrátt fyrir margvíslega kosti skýjalausna krefst góð nýting þeirra sérþekkingar. Skýjateymið okkar vinnur samkvæmt ákveðinni aðferðafræði þegar kemur að innleiðingu skýjalausna.

Ský á bláum himni

Deila frétt