19/04/2024
Öryggisþjálfun starfsfólks Origo
Árleg öryggisþjálfun er mikilvægur liður í hugbúnaðarþróun og öryggisstefnu Origo.

Árleg öryggisþjálfun hugbúnaðarsérfræðinga hjá Origo fór fram dagana 9. - 10. apríl. Fræðslan er mikilvægur liður í hugbúnaðarþróun og öryggisstefnu Origo.
Fræðslan í ár var í formi fyrirlestra og úrlausn verkefna. Áhersla var lögð á OWASP top 10 veikleikana. OWASP Top 10 er skýrsla sem er gefin út á hverju ári og listar upp helstu veikleikana í hugbúnaðarþróun. Skýrslan er sett saman af netöryggissérfræðingum um allan heim. María Karlsdóttir, leiðtogi í gæðamálum í hugbúnaðargerð stýrði fræðslunni, en um 152 starfsmenn tóku þátt í ár.

Mikilvægt að viðhalda þekkingu
Stafrænt öryggi er samfélagslegt mál sem Origo vill taka þátt í að tryggja. María segir að mikilvægt sé að byggja upp góðan öryggiskúltúr.
Þekking hugbúnaðarsérfræðinganna okkar skiptir öllu máli. Ásamt því að vera alltaf að þróast, setjum við upp skipulagða öryggisþjálfun einu sinni á ári. Þá koma hugbúnaðarsérfræðingarnir okkar saman og spreyta sig á verkefnum sem taka á OWASP top 10 veikleikum. Horft er til ýmissa atriða sem koma inn á margar hliðar öryggis út frá hugbúnaði, gögnum og rekstri.
María Karlsdóttir
•
Leiðir gæðamál í hugbúnaðargerð

Þekkingaröflun er undirstaða þess að geta skapað öruggar lausnir og unnið í öruggu umhverfi. Origo hefur sett sér það markmið að 3% tíma starfsfólks sé varið í þekkingaröflun. María segir að nauðsynlegt sé að viðhalda þekkingunni sem er til staðar og fylgjast vel með öllum nýjungum.
Það er stöðug þróun í hugbúnaðargerð og með nýjum lausnum myndast nýjar áskoranir þegar kemur að netöryggi. Við erum með kerfi og verkferla sem aðstoða okkur, en mestu máli skiptir að fólkið okkar skilji hætturnar, viti hvað þarf að varast.
María Karlsdóttir
•
Leiðir gæðamál í hugbúnaðargerð
Það er stefna Origo að lágmarka upplýsingaöryggisatvik með því að hanna hugbúnaðarþróunarferilinn, frá hugmynd að útgáfu, þannig að öflugar varnir séu byggðar á hverju stigi hans.
Deila frétt