30/04/2024
Origo er samstarfsaðili ársins hjá Pedab
Með þessari viðurkenningu er Origo í hópi leiðandi upplýsingatæknifyrirtækja á bæði danska og íslenska markaðnum. Viðurkenningin styrkir enn frekar okkar vegferð í stuðningi við viðskiptavini í þeirra uppbyggingu að öruggara upplýsingatækniumhverfi.

Pedab veitti á dögunum verðlaun til eins samstarfsaðila í Danmörku og Íslandi sem hefur skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri með framboði og þróun nýrra lausna sem gagnast hafa viðskiptavinum í þeirra samkeppni.
Origo hefur átt farsælt samstarf við Pedab og þakkar þeim ómetanlegan stuðning í gegnum árin við þróun lausna frá IBM.
Við erum sérlega stolt af nafnbótinni og því að vera í hópi leiðandi upplýsingatæknifyrirtækja á bæði danska og íslenska markaðinum. Þetta mun án efa styrkja okkur enn frekar í okkar vegferð við að styðja viðskiptavini Origo í þeirra uppbyggingu að öruggara upplýsingatækniumhverfi.
Inga Steinunn Björgvinsdóttir
•
Markaðsstjóri Þjónustulausna hjá Origo

Árlega verðlaunum við hjá Pedab einn samstarfsaðila sem hefur sýnt sérstakan árangur, farið í eftirtektarverð átaksverkefni á markaði og nýtt sér nýja tækni og lausnir frá Pedab safninu til góðs. Þetta er einmitt það sem einkennir verðlaunahafa þessa árs, Origo. Við í Pedab kunnum mjög að meta samstarfið við Origo og hlökkum til að halda samstarfinu áfram.
Gry Nejstgaard
•
Business Unit Director Pedab Denmark
Deila frétt