11/11/2024
Samstarfsaðili Origo hlýtur viðurkenningu
Sjálfbærni og grænar lausnir í forgrunni og við hvetjum til endurnýjanlegrar og ábyrgðarfullrar orkunotkunar

Við erum afar stolt af samstarfinu við Schneider Electric sem meðal annars byggir á sameiginlegri sýn beggja fyrirtækja um að stuðla að sjálfbærni og umhverfisvernd en þetta eru grundvallar atriði í heimi gagnavera. Origo hefur um árabil unnið með Schneider, sem nú hefur verið viðurkennt sem sjálfbærasta fyrirtæki heims af TIME Magazine og Statista.
Schneider Electric hefur sett sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum, þar á meðal að ná kolefnishlutleysi í starfsemi sinni fyrir árið 2025 og kolefnishlutleysi í allri virðiskeðjunni fyrir árið 2040. Fyrirtækið hefur einnig náð miklum árangri í að veita aðgang að grænni og áreiðanlegri orku til milljóna manna um allan heim, auk þess að draga úr kolefnislosun birgja sinna um 36%. Origo hefur einnig sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 og stuðla að pappírslausum samfélögum.
Saman bjóða Schneider Electric og Origo upp á orkusparandi og grænar lausnir fyrir gagnaver sem og þjónustu sem stuðlar að sjálfbærni. Samstarfið gerir Origo þannig kleift að aðstoða viðskiptavini og stuðla að þeirra eigin sjálfbærni.
Deila frétt