18/08/2023
Sex nýir stjórnendur hjá Origo
Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem trúir því að betri tækni bætir lífið. Með sérþekkingu öðlumst við tækifæri til að þróa lausnir og þjónustu sem breyta leiknum.

Origo hefur nú ráðið til sín 6 nýja stjórnendur í mismunandi deildir innan fyrirtækisins. Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks en öll koma þau úr mismunandi áttum með mismunandi bakgrunn.
Geir Ulrich Skaftason, sem hefur verið ráðinn sem verslunarstjóri Origo eftir að hafa starfað hjá Vodafone/365 í 6 ár, þar af 3 ár sem verslunarstjóri. Ásamt vinnu er Geir nú í Háskólanum á Akureyri að læra viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði.
Klara Jónsdóttir, sem hefur verið ráðin sem vörustjóri í þjónustulausnum. Klara kláraði grunnnám í ferðamála- og viðskiptafræði og er auk þess með meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún kemur frá Arion banka þar sem hún sinnti fjölbreyttum störfum m.a. við stafræna þróun, upplifun viðskiptavina og vörustýringu.
Kristín Líf Valtýsdóttir, sem hefur verið ráðin sem vörustjóri í heilbrigðislausnum. Kristín Líf er með M.Sc.-próf í verkfræði og kemur frá Controlant en hún var einnig lengi hjá Marel. Hún hefur mikla reynslu af vöruþróun og vörustjórn í stórum fyrirtækjum í hröðum vexti.
Lára Björk Erlingsdóttir, sem hefur verið ráðin sem hópstjóri kerfisreksturs. Hún er með BS í tölvunarfræði og M.Sc. í stjórnun og stefnumótum. Lára kemur frá Veðurstofu Íslands og þar áður starfaði hún m.a. hjá fjármálafyrirtækjum og Sameinuðu þjóðunum. Hún er með margra ára reynslu af vinnu í hugbúnaðagerð og hefur síðustu 5 ár verið í mismunandi stjórnunarstörfum bæði í hugbúnaðargerð og tölvu- og kerfisrekstri.
Ljósbrá Logadóttir, sem hefur verið ráðin til að leiða viðskiptaþróun hjá þjónustulausnum. Hún hefur starfað í upplýsingatækni síðastliðin 10 ár og hefur víðtæka reynslu í samningagerð, birgjasamskiptum og fjármálum. Ljósbrá er með diplóma í ljósmyndun, BA í lögfræði og MBA frá Háskóla Íslands.
Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir, sem hefur verið ráðin sem vörustjóri í heilbrigðislausnum. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2010 og sem tölvunarfræðingur árið 2020. Eftir útskriftina vann hún sem verkefnastjóri hjá velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar.
Við bjóðum þau velkomin til Origo og hlökkum til að takast á við spennandi verkefni með þeim.
Deila frétt