05/02/2024

Skapandi samstarf á UTmessunni

Á bás Origo í ár gátu gestir fengið að upplifa verkið Uppspretta tækninnar, unnið af listakonunni Maríu Guðjohnsen. Verkið er ákveðin hugvekja um að öll tækni er knúin áfram af mannlegu hugviti og er tæknin stöðug uppspretta framfara og nýsköpunar.  

Origo á UTmessunni 2024

Origo lét sig ekki vanta á UTmessunni sem haldin var í Hörpu dagana 2.-3. Febrúar. Á básnum í ár var hægt að upplifa sannkallaðan tækniheim sem var skapaður af þrívíddarhönnuðinum og listakonunni Maríu Guðjohnsen.  

Listaverk og upplifun eftir Maríu Guðjohnsen

Bás Origo í ár var vægast sagt glæsilegur og í raun ætti frekar að tala um hann sem listaverk og upplifun frekar en hefðbundinn sýningabás. Verkið var unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Tvist en það er þrívíddarhönnuðurinn og listakonan María Guðjohnsen sem á heiðurinn af listaverkinu sem gestir og gangandi gátu borið augum og upplifað.

Maria Guðjohnsen listakona Maria Guðjohnsen listakona

Gestir gátu breytt hljóðheiminum

Í verkinu tengir María saman íslenska náttúru og tækni til þess að skapa útópískan heim sem flæðir endalaust áfram. Í samstarfi við Hljóð- og Myndlausnir Origo var tæknin nýtt þannig að gestir gátu stigið inní verkið og breytt hljóðheiminum á snertiskjá til þess að upplifa flæðandi tækniheiminn á mismunandi vegu.

 

Tæknin stöðug uppspretta framfara og nýsköpunar

Þrátt fyrir mikla umræðu um snjallvæðingu og gervigreind, þá er verkið ákveðin hugvekja um að öll tækni er knúin áfram af mannlegu hugviti og sköpunarkrafti. Þarfir og væntingar fólks knýja fram nýjar hugmyndir og er tæknin stöðug uppspretta framfara og nýsköpunar.   

María Guðjohnsen hefur sýnt verk sín víða um heim og unnið með nokkrum af stærstu vörumerkjum heims á borð við Gucci, Dolce & Gabbana og Adidas.

0:00

0:00

Deila frétt