16/02/2024
Stjórnendur æfðu viðbrögð við alvöru netárás
Alls um hundrað manns tóku þátt í æfingunni sem stýrt var af öryggissérfræðingum Syndis og Origo. Þátttakendur fengu að upplifa hvað gerist í alvöru netárás og æfa sig í viðbrögðum.

60% lítilla og meðalstórra fyrirtækja verða gjaldþrota eftir netárás
Stjórnendur fjölmargra íslenskra fyrirtækja hittust á Grand Hóteli á dögunum og æfðu sig í því hvernig á að bregðast við netárás. Fljótt kom í ljós að mjög mikill áhugi var á viðburðinum og komust færri að en vildu, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn á Íslandi. Alls um hundrað manns tóku þátt í æfingunni sem stýrt var af öryggissérfræðingum Syndis og Origo. Þátttakendur fengu að upplifa hvað gerist í alvöru netárás og æfa sig í viðbrögðum.
Æfingin heppnaðist afar vel og þátttakendur stóðu sig prýðilega í að bregðast við alvöru netárás. Það er staðreynd að á heimsvísu lentu yfir 70% fyrirtækja í einhvers konar netárás árið 2023 og 60% lítilla og milli stórra fyrirtækja urðu gjaldþrota innan sex mánaða frá netárás. Ógnin er því gríðarleg og því skiptir undirbúningurinn öllu máli til að minnka mögulegan skaða með því að tryggja örugga innviði og snögga endurheimt ásamt því að æfa viðbrögðin við árás. Alkunnugt er að fyrirtæki eru reglulega með brunaæfingar en fæst eru með sérstakar netárásaræfingar eða vita út á hvað slíkar æfingar ganga.
Örn Þór Alfreðsson
•
framkvæmdastjóri Þjónustulausna Origo.

Eiður Eiðsson, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Högum var einn þátttakenda en að hans mati var æfingin frábær og gríðarlega gagnleg.
Ég mæli hiklaust með. Æfingin opnar augu manns fyrir því flókna ferli og þeim stóru ákvörðunum sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar um netáras er að ræða og hversu gott það er að vera vel undirbúinn fyrir slíkar aðstæður. Eins undirstrikaði æfingin mikilvægi þess að hafa plan B til að reiða sig á til dæmis við að koma skilaboðum og samskiptum áfram þegar hefðbundnar samskiptaleiðir brotna.
Eiður Eiðsson
•
Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Högum

Aldrei nauðsynlegra en nú að kunna að bregðast við
Snérist æfingin um stjórnun á meðan og eftir árás og var engin krafa gerð um tækniþekkingu til þess að fara í gegnum hana. Anton Már Egilsson forstjóri syndis útskýrir jafnframt að sum fyrirtæki æfi viðbragð við netárásum reglulega með fyrirtækinu.
Við höfum séð töluvert af árásum og tilraunum til þeirra að undanförnu. Það vill enginn lenda í slíku án þess að hafa viðbragðsáætlanir eða hafa æft viðbrögð við þeim. Það var tilgangur æfingarinnar í dag. Það að bregðast við netárás er verkefni allra stjórnenda, ekki bara tæknifólks, því slík árás hefur yfirleitt mikil áhrif bæði á starfsfólk, viðskiptavini og reksturinn allan.
Anton Már Egilsson
•
Forstjóri Syndis

Anton Már Egilsson forstjóri Syndis útskýrir jafnframt að sum fyrirtæki æfi viðbragð við netárásum reglulega með fyrirtækinu, eða einu sinni til tvisvar á ári, á meðan önnur eru að stíga sín fyrstu skref í æfingum þess efnis.
Sum fyrirtæki æfa þetta orðið reglulega með okkur einu sinni til tvisvar á ári á meðan önnur eru að stíga sín fyrstu skref í þessu. Það hefur því miður aldrei verið mikilvægara en núna að vera vel undirbúinn fyrir netárás, bæði kerfi og mannauður þurfa að vinna saman að því
Á viðburðinum var fjallað um mikilvægi forvarna til að koma í veg fyrir og undirbúa árásir, eins og afritun gagna en einnig hvaða viðbrögð séu æskileg ef skaðinn er skeður, svo sem samskipti við innri og ytri aðila og endurheimt gagna.
Gríðarlega mikil ánægja hefur ríkt meðal gesta og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa.
Virkilega áhugaverður viðburður og góð áminning um mikilvægi viðbragðsáætlana vegna mögulegra netárása
Elísabet Halldórsdóttir
•
Digital Operations & Security hjá Icelandair
Takk kærlega fyrir okkur, þetta var fjölþætt og upplýsandi æfing hjá ykkur. Þrátt fyrir að sett var upp alvarlegt mál og óhugnanlegar aðstæður, gerðu fundarstjórar þetta litríkt og skemmtilegt. Svo er bara að vona að þessi reynsla komi aldrei að gagni!
Steinar Hugi Sigurðarson
•
Öryggisstjóri Indó
Deila frétt