15/06/2021

Örprófill: Tvö þúsund vínylplötur

Kristján Hafsteinsson

,,Ég hef safnað vínylplötum frá því að ég var barn. Ætli ég eigi ekki um tvö þúsund plötur. Ég keypti mínar fyrstu plötur 1987 þá sjö ára gamall. Það voru plöturnar Appetite for Destruction með Guns N'Roses og Off the Wall með Michael Jackson," segir Kristján Hafsteinsson sem sinnir viðskiptaþróun innviða hjá Origo.

,,Ég fókusa á mjög sértæk verkefni. Ég er mest að skoða tækifæri tengt HPC (High Performance Computing) þar sem afkastamiklar tölvur eru notaðar sem reikniafl. Ég er líka að vinna við gagnaský Origo (Aurora Cloud) og skoða tækifæri tengd því. Það er mikið í gangi í innviðamálum Origo og margt spennandi þar. Mest af mínum tíma fer í að skoða tækifæri erlendis en það er mikilvægt að hafa rétta nálgun varðandi tækifærin og markaðinn.  Þetta er hreinlega ótrúlega skemmtilegt, ég vinn mest með ótrúlega öflugu teymi hjá honum Arnþóri Birni [Reynissyni] og það eru hálfgerð forréttindi að fá að taka þátt í að skapa tækifæri hjá fyrirtæki eins og Origo," segir Kristján Hafsteinsson sem sinnir viðskiptaþróun innviða hjá Origo.

Appetite for Destruction

Tónlistin skipar stóran sess á áhugasviði Kristjáns. Hann spilar með hljómsveitum og á auk þess dolítið hljómplötusafn. ,,Ég hef safnað vínylplötum frá því að ég var barn. Ætli ég eigi ekki um tvö þúsund plötur. Ég keypti mínar fyrstu plötur 1987 þá sjö ára gamall. Það voru plöturnar Appetite for Destruction með Guns N'Roses og Off the Wall með Michael Jackson," segir hann.

,,Það eru margir í uppáhaldi en ég safna mest soul, R&B, rappi og jazzi ásamt vel völdu rokk og popp stöffi. Þetta er allt frá Stevie Wonder og Erykah Badu yfir í Coltrane og Miles yfir í Bítlana, Stones og Bowie yfir í Pharcyde og Biggie yfir í Steely Dan og Cream svo það er óhætt að segja að það sé einhver fjölbreytni."

Spilar á raf- og kontrabassa

Kristján er líka að búa til eigin tónlist sem hann segir mjög skemmtilegt. ,,Ég spila aðallega á raf- og kontrabassa. Ég hef verið í allskonar hljómsveitum. Núna eru td. Þær sveitir sem eru virkastar Fox Trains Safari, House of deLay og Leather Hammer. Tónlistin gefur manni eitthvað hvort sem maður er að skapa eða njóta," segir hann og brosir.

Deila frétt