21/05/2024

Uppspretta gagna: Nýsköpunar­viðburður Origo

Nýsköpunarviðburður Origo var haldinn á lokadegi Innovation Week. Reynslumikið fagfólk flutti áhugaverð erindi um ýmsar lausnir og þá nýsköpun sem þær byggja á.

Nýsköpunarviðburður Origo var haldinn 17. maí, á lokadegi Innovation Week en Origo er einn af bakhjörlum vikunnar. Um 3.500 manns sækja viðburðinn heim og það má með sanni segja að vikan sé suðupottur nýsköpunar á Íslandi.

Endalaus uppspretta gagna og leiðir til að hagnýta þau var meginstef viðburðarins. Reynslumikið fagfólk flutti áhugaverð erindi um ýmsar lausnir og þá nýsköpun sem þær byggja á.

Bergur EbbiBergur Ebbi

Hvernig geta gögnin hjálpað þér að móta launastefnu?

Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo hélt erindi um nýsköpun hjá Origo og hvernig nýjar hugmyndir geta orðið að veruleika. Í erindinu fjallaði Lóa um hugbúnaðarlausnina Rúna launavakt sem dæmi um nýsköpun hjá Origo og það ferli sem vöruhugmyndir þurfa að fara í gegnum.

Mikilvægt er fyrir vinnuveitanda að geta boðið starfsfólki upp á samkeppnishæf laun á markaði. Hugmyndin um Rúnu fæddist eftir samtal við stjórnendur og mannauðsfólk þar sem þau lýstu því að launasamtöl eða launasamningaviðræður væru oft eins og völundarhús. Samanburðargögn um laun væru annaðhvort ekki til staðar eða væru úreld. Rúna leysir þetta vandamál með því að veita nýjustu upplýsingar um laun sem eru flokkaðar eftir starfsgreinum.

Fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Rúnu deila dulkóðuðum og órekjanlegum upplýsingum um laun hjá sínu starfsfólki. Við þetta myndast áreiðanlegur gagnabanki þar sem hægt er að finna meðallaun í hverri starfsgrein.

Lóa Bára MagnúsdóttirLóa Bára Magnúsdóttir

Hvernig má koma í veg fyrir sóun í innkaupum

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna Origo hélt erindi um það hvernig fyrirtæki geta komið í veg fyrir sóun í innkaupum - sama hvort það eigi við um sparnað í rekstri eða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

GreenSenze er hugbúnaðarlausn sem greinir kolefnisspor í innkaupum fyrirtækja út frá rafrænum reikningum. Lausnin sem er þróuð af Origo og KPMG hjálpar fyrirtækjum, stórum sem smáum, að greina kolefnissporið á sínum innkaupum. Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í rekstri.

SpendSenze er sjálfvirk innkaupagreining fyrir fyrirtæki og stofnanir. Lausnin safnar saman öllum reikningslínum fyrirtækja og auðgar þær með gagnlegum upplýsingum. SpendSenze greinir t.d. þróun verðs á ákveðnum vöruliðum og tilkynnir ef einingarverð á þeim er að hækka eða lækka. Það getur verið afar tímafrekt fyrir fjármálastjóra að fara yfir hverja línu á reikningum fyrirtækis. Í stórum fyrirtækjum verður það í raun ógerlegt. SpendSenze hagnýtir gögnin til þess að koma í veg fyrir sóun og bæta yfirsýn á rekstri fyrirtækja og stofnana.

Kristín Hrefna HalldórsdóttirKristín Hrefna Halldórsdóttir

Talaðu við gögnin þín

Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Datalab talaði um þá gríðarlegu framþróun sem hefur átt sér stað í gervigreind á síðustu árum. Það er ofgnótt af gögnum í heiminum í dag og nauðsynlegt er að hafa réttu tólin til að hagnýta þetta gífurlega magn.

Í erindinu sínu kynnti Brynjólfur hugbúnaðarlausnina Ara sem er m.a. byggð á grunni GPT-4 turbo mállíkaninu frá OpenAI og íslensku hugviti. Ari verður sannkallaður sérfræðingur í starfseminni og svarar spurningum og bregst við fyrirmælum. Svörin byggja eingöngu á fyrirliggjandi textagögnum sem geta verið umfangsmikil og jafnvel viðkvæm. Það má segja að með Ara þá getir þú talað við gögnin þín. 

Brynjólfur tók dæmi um hvernig Ari nýtist hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Mikið álag hafði verið á starfsfólki stofnunarinnar við að svara ótal fyrirspurnum um t.d. kjarasamninga, réttindi, reglugerðir og sveitastjórnarlög. Öll þessi gögn voru lesin inn í Ara og hann svarar öllum fyrirspurnum hratt og örugglega.

Brynjólfur Borgar JónssonBrynjólfur Borgar Jónsson

Hlustaðu á gögnin þín

Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, forstöðumaður skýja- og netreksturs flutti erindi um gagnaöryggi og mikilvægi þess að hlusta á gögnin sín.

Öll fyrirtæki byggja á gögnum og það skiptir miklu máli að vernda þau á viðeigandi hátt. Teymi Origo er með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á gagnaöryggi og starfsmenn Origo eru tilbúnir að styðja fyrirtæki alla leið á meðan geta þau einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni.

Gunnar Ingi Reykjalín SveinssonGunnar Ingi Reykjalín Sveinsson

Við þökkum öllum sem sóttu Nýsköpunarviðburð Origo kærlega fyrir komuna.

Deila frétt