02/02/2021

Origo skarar fram úr!

Valnefnd  Bestu íslensku vörumerkjanna 2020  hefur valið Origo sem eitt af fimm vörumerkjum á fyrirtækjamarkaði með fleiri en 50 starfsmenn til þátttöku.

Þau vörumerki sem valin eru þykja skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Þátttaka kostar ekkert, en þátttakendur þurfa að skila inn kynningu á fyrirtækinu samkvæmt meðfylgjandi leiðbeiningum, auk þess sem brandr vísitala er keyrð á hóp viðskiptavina.

Allar upplýsingar má finna hér á heimasíðu brandr.

Deila frétt