11/12/2024
Origo tilnefnt sem eitt af bestu vörumerkjum á fyrirtækjamarkaði
Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar.

Origo hefur hlotið tilnefningu sem besta íslenska vörumerkið á fyrirtækjamarkaði 2024 en verðlaunin eru á vegum vörumerkjastofunnar Brandr.
Þau vörumerki sem valin eru þykja skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.
Allar upplýsingar má finna hér á heimasíðu brandr.

Deila frétt