11/11/2023

Vegna jarðhræringa og mögulegrar eldvirkni á Reykjanesskaga

Origo hóf undirbúning og virkjaði viðlagaáætlun vegna mögulegra jarðhræringa á Reykjanesi strax og þeirra varð vart 2019 og hefur endurskoðað neyðaráætlun vegna jarðhræringa á Reykjanesi reglulega.

Markmiðið með viðlagaáætlun er að vernda starfsemi félagsins meðal annars með því að lágmarka mögulegan skaða af völdum náttúruhamfara, tryggja rekstur og þjónustustig eins og frekast er unnt og koma í veg fyrir truflun á hefðbundinni starfsemi.

  • Áætlanir Origo miða að því að tryggja rekstur og þjónustustig í gegnum öll stig viðbragðsáætlunar og halda úti venjubundinni starfsemi eins og kostur er.

  • Öryggisráð Origo og lykilstjórnendur koma reglulega saman til að fara yfir stöðu og taka ákvarðanir ef þess gerist þörf auk þess að upplýsa starfsmenn.

  • Ef svo ólíklega vill til að Origo geti ekki sinnt þörfum allra viðskiptavina og þurfi að takmarka þjónustu mun Origo forgangsraða í þágu almannahagsmuna með áherslu á nauðsynlega og mikilvæga innviði landsins.

Origo hefur verið í samskiptum við Almannavarnir vegna núverandi jarðhræringa og fylgir viðbúnaðarstigi og tilmælum Almannavarna.

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið abending@origo.is

Deila frétt