31/05/2023

Vegurinn að betra veðri

Stafræna ferðin á bak við nýjan vef hjá Veðurstofunni. Frá gestabók að snjallsímaskölun og skynjuðum hita, dekkri litapalletu og veður á leiðinni á milli staða. Hvernig byrjaði vefurinn og hvað er í vændum?

Origo hringurinn fyrir ofan tjörnina í Reykjavík

Hugsaðu aftur til síðustu aldar og til ársins 1997. Buffy the Vampire Slayer er að breyta vampírum í sót. Björk er á hátindi frægðar sinnar og gefur út sína þriðju sólóplötu Homogenic. Titanic er vinsælasta kvikmynd ársins og Matt Damon slær í gegn í Good Will Hunting.

Íslendingar fara í útilegur í A-tjöldum úr segldúkum og fengu sína veðurspá af handteikningum festar við kubb sem snýst til að birta næstu teikningu. Vedur.is opnar það ár og birtir þar upplýsingar um símanúmer, heimilisfang og gestabók, en lítið sem ekkert um veðurfar. Lítið var hægt að athafna sig þar, annað en að krota í gestabókina eða hafa samband við Helgu til að laga gestabókina.

Handteiknuð veðurspá fest á kubb með fjórum hliðum sem snérist fyrir myndavélina
Handteiknuð veðurspá fest á kubb með fjórum hliðum sem snérist fyrir myndavélina
Gestabók Vedur.is árið 1997 Gestabók Vedur.is árið 1997

Stórasta land í heimi

Ferðumst áfram tíu ár til ársins 2007. Þvílíkt ár. Ísland var stórasta land í heimi. Ísland var með hæsta Range Rover-stuðul heims. Rottan Remy slær í gegn í kvikmyndinni Ratatouille með gourmet franskri matargerð, sem hann býr til með því að tosa í hár á hæfileikalausum manni. Britney Spears gefur út sína fimmtu plötu og slær í gegn með Gimme More sem á voðalega vel við árið.

Britney Spears slær í gegn með Gimme More árið 2007Britney Spears slær í gegn með Gimme More árið 2007

Það er nóg til og bankarnir eru á flugi (því miður ekki á leið upp). Íslendingar eru farnir að kaupa sér einhvers konar skuldahala í Eimskips-förmum. Vedur.is hefur getað sýnt veðurupplýsingar í einhvern tíma og gestabókin er horfin. Í byrjun sumars fær vefurinn uppfærslu og þá hönnun kannast flestir Íslendingar við. Íslandskortið er komið og það er hægt að skruna lárétt til að skoða framtíð veðurs á Íslandi.

Vedur.is árið 2007 fékk stóra uppfærslu. Ímyndið ykkur Íslandskortið með láréttaskruninuVedur.is árið 2007 fékk stóra uppfærslu. Ímyndið ykkur Íslandskortið með láréttaskruninu

Flestir Range Rover bílar miðað við höfuð

Færum okkur til síðasta sumars og árið er 2022.  Íslendingar eru komnir á næsta stig í útilegum og hafa fært sig yfir í húsvagna og húsbíla. Range Rover-stuðullinn er ekki lengur leiðandi á heimsvísu en það er nóg til af Defender-jeppum í rekstrarleigu. Daði Freyr vann ekki Eurovision, en hefði átt að vinna árið áður þegar Eurovision var flautað af. Marvel gefur út tuttugustu- og eitthvað kvikmyndina sína og Batman er endurræst í þriðja sinn. Vedur.is er enn í nokkuð svipaðri mynd og kominn tími til að uppfæra.

Næsta stórasta uppfærsla Vedur.is

Fyrr á árinu tók Origo þátt í 48 klukkutíma löngu leiftur-útboði á vegum Veðurstofunnar, sem Origo teymið ásamt Metall vann einungis á 44 klukkutímum með smá pásum. Fjölbreytt teymi vinna betur og teymið okkar var myndað með jöfnu kynjahlutfalli. Teymið greindi þarfir, forhannaði útlit og virkni, prófaði í Figma og bjó til útgáfu sem virkaði.

Kjartan Hansson

Forstöðumaður starfrænna lausna

Figma frábært í forprófanirFigma frábært í forprófanir

Vefurinn mun bjóða upp á skölun niður á litla skjái, dekkri liti fyrir birtusára, stóra kortið fyrir yfirsýn veðurstöðva, bókamerki fyrir þínar uppáhalds veðurstöðvar, veður fyrir ferð á milli A og B yfir tíma og síðast en ekki síst „feels like” veðurspá. Svo ef sólin sýnir sig einhvern tímann, þá verður hægt að sjá virkni útfjólubláageisla.

Nýr Vedur.is vefur er á leiðinni með hafsjó nýrra eiginleika, meðal annars dekkri litapalletuNýr Vedur.is vefur er á leiðinni með hafsjó nýrra eiginleika, meðal annars dekkri litapalletu

Vedur.is sýnir auðvitað ekki bara veður, heldur einnig jarðhræringar, skýjahuluspá og eldgos sem allt fær sína uppfærslu til að mæta þörfum þjóðarinnar og þeirra sem heimsækja okkur. Við erum viss um að öll þjóðin fylgist vel með uppfærslunni og við lofum að gera okkar besta.

Skynjaður hiti, eða „feels like” hitaspáSkynjaður hiti, eða „feels like” hitaspá

Deila frétt