09/10/2024

Endurheimtar­prófanir mikilvæg forvörn gegn netárásum

Sérfræðingar Origo og Rubrik stóðu fyrir vel sóttum viðburði þar sem afritunar- og endurheimtarlausnir voru ræddar yfir hamborgurum og bjór.

Origo og Rubrik stóðu fyrir afar vel sóttum viðburði síðastliðin fimmtudag. Á viðburðinum bauðst UT fólki og stjórnendum UT deilda að kíkja við í hamborgara og bjór, ásamt því spjalla við sérfræðingana um þær afritunar- og endurheimtarlausnir sem eru í boði hjá Origo og Rubrik. 

Aldrei verið mikilvægara að sinna forvörnum

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að sinna forvörnum gegn netárásum en afritunarþjónusta Origo tryggir að fyrirtæki geti verið fljót að endurheimta gögn og kerfi og koma starfsemi sinni aftur í eðlilegt horf eftir netárás. Þjónusta okkar byggir á samstarfi við helstu leiðandi fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í afritun gagna og sérfræðingum okkar sem hafa áratuga reynslu af upplýsingatækni.

Eitt af grundvallaratriðum í upplýsingaöryggi er að framkvæma reglulegar endurheimtarprófanir en þannig er hægt að draga úr áhættu og tryggja að gögn og kerfi séu alltaf tiltæk þegar þörf er á.

Öryggislausnir

Er þitt fyrirtæki með netöryggi í huga?

Kynntu þér afritunar- og endurheimtarlausnir Origo

Björn Gestsson

Deila frétt