24/10/2024

Verðmætin í gagnadrifinni ákvarðanatöku

Á nýafstöðnum viðburði Origo fóru sérfræðingar yfir hvernig snjallar gagnadrifnar lausnir geta lækkað rekstrarkostnað sveitarfélaga og bætt þjónustu.

Origo stóð nýlega fyrir áhugaverðum viðburði á Grand Hótel sem fjallaði um mikilvægi gagnadrifinnar ákvarðantöku í rekstri sveitarfélaga. Viðburðurinn, sem haldinn var daginn fyrir árlega Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, gaf fagfólki tækifæri til að koma saman, njóta léttra veitinga og deila hugmyndum.

Falin verðmæti liggja í rafrænum innkaupagögnum

Á ráðstefnunni var fjallað um algengar áskoranir sem sveitarfélög standa frammi fyrir, líkt og "útlagt og endurgreitt" og leyndar verðhækkanir. Meðal annars var farið yfir hvernig SpendSenze getur aukið yfirsýn yfir fjármálin og varpað ljósi á tækifæri sem geta sparað sveitarfélögum milljónir á einfaldan hátt.

Hvernig Úrgangstorgið mun stórbæta yfirsýn á kostnað og árangur í úrgangsmeðhöndlun sveitarfélaga

Í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur Origo verið að þróa Úrgangstorgið, en markmið þess er að ná betri yfirsýn yfir úrgangsmál og þeim mikla kostnaði sem málaflokknum fylgir. Úrgangstorgið verður opið, gjaldfrjálst kerfi fyrir öll sveitarfélög landsins sem á að stuðla að meira gagnsæi milli þjónustuaðila og sveitarfélaga í úrgangsmálum.

SASS vann hugmyndavinnu og stýrir verkefninu en Origo sér um alla tæknilega útfærslu. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt áherslu á að ná bættri yfirsýn á úrgangsmálum og með þessu verkefni teljum við að við séum að stíga stórt skref í rétta átt að því markmiði.

Ávinningurinn af innleiðingu Kjarna mannauðs- og launakerfis hjá sveitarfélögum

Halla Árnadóttir, forstöðumaður mannauðs- og launalausna Origo kynnti ávinning af innleiðingu Kjarna, mannauðs- og launakerfis, hjá sveitarfélögum. Ráðgjafar Kjarna hafa yfir 70 ára reynslu á sviði mannauðs- og launamála og Origo hefur þjónustað sveitarfélög í yfir 30 ár.

Farið var yfir hvernig ýmis sértæk virkni í Kjarna nýtist sveitarfélögum og hvernig Kjarni getur aukið sjálfstæði starfsfólks og stjórnenda svo um munar.

Ávinningurinn af gæðastjórnun fyrir rekstur sveitarfélaga, starfsmenn og íbúa

Rætt var um mikilvægi gæðastjórnunar og hvernig gott skipulag á ferlum skapar ávinning fyrir sveitarfélög. Anna Maria Hedman, vörustjóri CCQ nefndi dæmi frá Kópavogsbæ, Garðabæ og Reykjanesbæ sem sýndu hversu mikilvægt gæðastjórnunarkerfi er til að tryggja skilvirka ferla, bætta þjónustu og aukið öryggi, bæði fyrir starfsfólk og íbúa.

Ari er sannkallaður sérfræðingur í starfseminni

Fjallað var um tvær áhugaverðar gervigreindarlausnir frá Datalab - Ara og Vegvísi.

Ari er spunagreindarlausn sem tengist beint við innri gögn, svarar spurningum á íslensku og ensku, reiknar og teiknar. Jafnframt tryggir Ari öryggi viðkvæmra gagna, sem gerir sveitarfélögum kleift að nýta gervigreind á ábyrgan hátt.

Vegvísir er leiðarvísir sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að greina hvar og hvernig þau geta nýtt sín eigin gögn og gervigreindarlausnir til styðja við lykilverkefni og stefnu. 

Deila frétt