29/08/2025
Microsoft hættir að styðja við Windows 10 stýrikerfið
Frá og með 14. október 2025 mun Microsoft hætta að styðja við Windows 10 stýrikerfið og mun því hætta að veita öryggisuppfærslur og tæknilegan stuðning fyrir það.

Frá og með 14. október 2025 mun Microsoft hætta að styðja við Windows 10 stýrikerfið og mun því hætta að veita öryggisuppfærslur og tæknilegan stuðning fyrir það. Þetta gerir tölvur sem keyra Windows 10 berskjaldaðar fyrir netárásum og öryggisvandamálum sem getur haft áhrif á öryggi, rekstur og þjónustu fyrirtækja.
Til að tryggja áframhaldandi öryggi tölvukerfa ykkar mælum við með að uppfæra í Windows 11 sem fyrst.
Uppfærðu í Windows 11
Þú getur auðveldlega uppfært úr Windows 10 yfir í Windows 11. Hér má nálgast leiðbeiningar fyrir uppfærslu í Windows 11.
Ef þig vantar frekari aðstoð og þú ert með þjónustusamning við Origo, hafðu þá samband í gegnum netspjallið eða sendu inn beiðni um aðstoð í gegnum þjónustugáttina hér.
Deila frétt