Ofurhetjudagar

Á ári hverju eru haldnir svokallaðir ofurhetjudagar hjá Origo. Um er að ræða keppni milli starfsfólks í einn sólarhring sem hefur að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir. Starfsfólk fyrirtækisins velur sér verkefni og vinna saman í hópum að því sem þá langaði helst að skapa og kynna síðan niðurstöðuna fyrir öðrum starfsmönnum.

Ofurhetjumerki

Starfsfólk Origo gerist ofurhetjur

Ofurhetjudagarnir eru ein af leiðum Origo til kynda undir sköpunargleði og nýsköpun innan fyrirtækisins. Allt starfsfólk Origo getur tekið þátt og það fær frelsi og tíma til að vinna að sínum eigin hugmyndum. Það myndast alltaf frábær stemmning í kringum ofurhetjudagana. Sumir starfsmenn leggja á sig að vinna allan sólarhringinn að hugmyndinni. Það er því mikill metnaður í gangi sem gerir þetta enn skemmtilegra.

Margar hugmyndir og lausnir hafa einmitt fæðst á ofurhetjudögum Origo í gegnum árin sem hafa orðið að nýjum vörum og komið viðskiptavinum okkar til góða með ýmsum hætti. Sigur í keppninni veiti vinningsliðinu montrétt og ofurhetjuskikkjuna sem er hinn eiginlegi farandbikar keppninnar ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar.

Kinga Maria Rozanska á Ofurhetjudögum Origo
Kinga Maria Rozanska á Ofurhetjudögum Origo

Kynningarmyndbönd

Kynning á Ofurhetjudögum