Einfaldaðu afhendingarferlið með Miðjunni

Miðjan er skýjalausn sem einfaldar afhendingu og móttöku vara, hvort sem það fer fram í gegnum snjallbox eða beint frá afgreiðslustað. Hún hentar öllum fyrirtækjum sem vilja bæta þjónustu, spara tíma og stafvæða afhendingar- og móttökuferli.

Myndskreyting

Sjálfsafgreiðslulausn

Miðjan

Miðjan býður upp á heildstæða lausn fyrir afhendingu og skil á vörum í gegnum snjallbox eða beint frá afgreiðslustað. Miðjan getur tengst snjallboxum en getur einnig verið notuð án þeirra og er einfalt að samþætta lausnina við önnur kerfi sem eru nú þegar í notkun.

Lausnin hentar öllum fyrirtækjum sem vilja einfalda afhendingu og móttöku á hverju því sem starfsmaður þyrfti annars að afhenda eða taka við. Hún gerir þér kleift að halda utan um allt ferlið á einum stað og veita viðskiptavinum þínum framúrskarandi þjónustu. 

myndskreyting

Helstu ávinningar

Notendavæn veflausn

Miðjan er aðgengileg úr hvaða vafra sem er og er lausnin einföld í notkun.

Innbyggð virkni

Lausnin styður bæði afhendingar- og skilaferli, og býður upp á rafræna auðkenningu eða greiðslu þegar þess þarf.

Samþætting

Miðjan tengist snjallboxum en getur einnig virkað án þeirra. Einfalt er að samþætta við önnur kerfi sem eru nú þegar í notkun.

Aðgangsstýring

Öflug aðgangsstýring tryggir að aðeins réttir aðilar hafi aðgang.

Heildstæð lausn

Miðjan gerir þér kleift að halda utan um allt ferlið á einum stað, og veita viðskiptavinum þínum framúrskarandi þjónustu. 

Stöðug þróun

Kerfið er í stöðugri þróun og nýir eiginleikar bætast reglulega við til að mæta þörfum notenda.

Viltu vita meira um Miðjuna?

Sérfræðingar okkar aðstoða við þína stafrænu vegferð