Siðareglur ná til allrar starfsemi Origo og gilda fyrir alla starfsmenn, vertaka og til stjórnar félagsins. Reglunum er ætlað að leiðbeina starfsfólki og stjórn við framkvæmd daglegra starfa með hagsmuni Origo að leiðarljósi.
Starfsmönnum skulu kynntar siðareglur félagsins við upphafi starfs og eftir því sem þurfa þykir. Þær eru aðgengilegar á ytri vef fyrirtækisins. Brot á siðareglum getur leitt til áminningar eða uppsagnar eftir atvikum. Öll vafatilvik skulu borin undir framkvæmdastjórn og forstjóra.
Samþykkt í framkvæmdastjórn Origo 27. febrúar 2019
Við tileinkum okkur heiðarleg samskipti.
Við stundum góða viðskiptahætti.
Við virðum trúnað.
Við fylgjum lögum og reglum.
Við þiggjum ekki mútur.