6. JANÚAR 2025

Almenn umsókn 2025 / General Application 2025

Umsóknarfrestur

31. desember 2025

Við erum reglulega að leita að hressu og skemmtilegu fólki sem hefur brennandi áhuga á að starfa hjá einu öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki landsins. Hjá okkur starfar fólk sem hefur margskonar bakgrunn eins og tölvunarfræði, viðskiptafræði, verkfræði, grafíska hönnun, stærðfræði, rafvirkjun, vélfræði og fleira. Ef þú vilt taka þátt í að gera Origo að fyrirtæki sem er fyrsta val viðskiptavina, þekkt fyrir framúrskarandi þjónustu, frumkvæði og nýsköpun getur þú sent inn almenna umsókn og við höfum samband við þig ef það losnar starf við hæfi.

Origo er nýsköpunarfyrirtæki sem veitir þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu, hugbúnað og notendabúnað. Origo á rætur sínar að rekja allt til ársins 1899, frá skrifstofuvélum og fyrstu tölvunni hefur fyrirtækið vaxið og dafnað í áranna rás. Við trúum að „betri tækni bæti lífið“ og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar. Origo er leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana á Íslandi Það er stefna Origo að vera fyrsta val hjá einstaklingum sem trúa því að betri tækni bæti lífið. Við kunnum að meta einlægni, forvitni og lausnarmiðað hugarfar í bland við alls konar tæknifærni. Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvors annars og þróast áfram. Saman breytum við leiknum!  Athugið að almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega.

Deila starfi