2. SEPTEMBER 2025

Breytingar á öryggisvörn

Í ljósi ört vaxandi öryggisógna og sífellt þróaðri gerða netárása höfum við ákveðið að skipta út núverandi lausn fyrir öflugri á sviði öryggisvarna(EDR/XDR).

Þessi breyting er liður í því að tryggja viðskiptavinum okkar hámarksvernd og aðgang að tæknilausnum sem standast þær kröfur sem nútíma netöryggisumhverfi gerir. Breytingarnar fela í sér uppfærslu á öryggisvörn fyrir tölvur og netþjóna sem býður mun betri greiningu, viðbragðsgetu og vörn gegn flóknum og markvissum árásum.

Viðskiptavinir verða varir við lítilsháttar verðbreytingar og breytingar á vörunúmerum sem birtast á reikningum.

Ef þú hefur spurningar um breytinguna, eða vilt fá frekari upplýsingar hvetjum við þig til að hafa samband við sala@origo.is eða þinn tengilið.