13. DESEMBER 2021

Origo bregst við alvarlegum öryggisveikleika á heimsvísu

Í ljósi frétta á öllum helstu miðlum um yfirvofandi ógn á heimsvísu vegna veikleika í tölvukerfum sem uppgötvaðist á fimmtudaginn vill Origo koma eftirfarandi á framfæri.

Eins og fram hefur komið þá hefur Origo unnið hörðum höndum að greiningu á Log4j veikleikanum í umhverfi Origo til þess að lágmarka möguleg áhrif og koma í veg fyrir mögulegt tjón eins og frekast er unnt í tölvukerfum sem hýst eru og rekin af Origo.

  • Teymi sérfræðinga sinnir áfram vinnunni í hæsta forgangi og mun gera það þar til að ógnin er yfirstaðin.

  • Eins og áður hefur komið fram þá hefur Origo einnig virkjað frekari öryggisvarnir til að takmarka aðgengi að þeim kerfum sem veikleikinn nær til og fylgist náið með öllum nýjum upplýsingum varðandi veikleikann.

  • Origo leggur áherslu á að lágmarka áhættu sem þessi öryggisveikleiki kann a valda og að á sama tíma lágmarka truflun á starfsemi og þjónustu við viðskiptavini

  • Mögulegt er þó að einhverjir viðskiptavinir verði varir við breytta virkni á meðan á þessari vinnu stendur.

  • Ef viðskiptavinir verða varir við breytta virkni þá er það vegna þess að verið er að koma í veg fyrir áhættu sem annars gæti verið til staðar.

Origo mun upplýsa um stöðu eftir því sem tilefni er til og frekari upplýsingar munu birtast eftir því sem vinnu tæknimanna vindur fram.

Óski viðskiptavinir eftir frekari eða sértækri aðstoð umfram það sem hér hefur komið fram þá er þeim bent á að senda fyrirspurnir á rekstur@origo.is