1. FEBRÚAR 2021

Búið að einangra vélarbilunina

Origo hefur frá því í morgun unnið að bilanagreiningu og lagfæringu á netbúnaði ásamt birgja í hæsta forgangi. Öll áhersla viðbragðsteymis hefur verið á að lágmarka truflanir af völdum bilunnar.

Því miður þá urðu viðskiptavinir varir við þessa truflun en reynt var að lágmarka árif eins og frekast er unnt.

Greining sérfræðinga Origo og birgja hefur leitt í ljós að um vélbúnaðarbilun var að ræða og búið er að einangra vandamálið.

Origo vill biðjast afsökunar á þeim truflunum sem bilunin hefur valdið viðskiptavinum og þakkar jafnframt sýndan skilning og þolinmæði á meðan greining og lagfæring stóð yfir.