15. DESEMBER 2020

Veikleiki hjá framleiðanda neteftirlitskerfis (uppfærð tilkynning)

Uppfærsla 16. desember 2020

 Búið er að uppfæra Orion neteftirlitskerfi Origo og er það komið í eðlilegan rekstur.

---

Origo hefur frá því í gær unnið að uppfærslu á Orion neteftirlitskerfinu frá SolarWinds, sem er lykilkerfi hjá fyrirtækinu og notað til þess að hafa eftirlit með og tryggja viðbragð við frávikum á netlagi. Ákveðinn hópur viðskiptavina Origo notar einnig Orion í sama tilgangi.

Kerfið hefur haft mjög takmarkaðar opnanir við internetið og engar vísbendingar hafa komið fram um að veikleikinn hafi haft áhrif á umhverfi Origo eða viðskiptavina.

Vegna alvarleika og mögulegra áhrifa þessa galla hefur Origo unnið við að rannsaka og greina umfang og áhrif og sett upp nýtt umhverfi til þess að lágmarka áhrif og áhættu eins og kostur er.

  • Slökkt hefur verið á kerfinu þar til nýtt umhverfi hefur verið tekið í gagnið, en gert er ráð fyrir að því verði að mestu lokið að kvöldi 15.12.2020.

  • Á meðan slökkt er á kerfinu er neteftirlit sjálfvirkt og viðbragð takmarkað.

Þessi öryggisgalli hefur áhrif á alla notendur Orion á heimsvísu.