30. SEPTEMBER 2024
Tilkynning um nýtt félag, Origo ehf.
Rekstur Origo sem snýr að rekstrarþjónustu, innviðum og hugbúnaði flyst í aðskilið dótturfélag sem mun heita Origo ehf. með kt. 450723-1690. Tilgangur Origo ehf. er sá sami og hingað til, að skapa betri tækni sem bætir lífið og hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná betri árangri með tækninni.
Móðurfélagið mun frá 1. nóvember heita Skyggnir Eignarhaldsfélag kt. 530292-2079. Það félag fer með eignarhluti í yfir 10 rekstrarfélögum og hefur það hlutverk að fjárfesta í og styðja við fyrirtæki í upplýsingatækni en sjálfstæð rekstrarfélög í eigu Skyggnis einbeita sér að viðskiptavinum, vörum og rekstri.
Hið nýja félag, Origo ehf., mun taka formlega til starfa þann 1. nóvember nk. og við það tímamark flyst öll framangreind starfsemi Origo yfir í hið nýja félag. Þar undir falla allir samningar við núverandi viðskiptavini félagsins.
Tekið skal fram að hið nýja félag er að fullu í eigu Skyggnis (áður Origo hf) og er því eingöngu um skipulagsbreytingu að ræða. Þá munu allir núverandi starfsmenn sem sinnt hafa þjónustu í tengslum við framangreindar lausnir flytjast yfir í hið nýja félag Origo ehf. og því verður engin breyting á tengiliðum eða þeirri þjónustu sem Origo hefur veitt hingað til.
Þá verða engar aðrar breytingar gerðar á þeim samningum sem liggja til grundvallar samningssambandi aðila t.d. verðlagning á vörum, lausnum og þjónustu. Að því marki sem almennir skilmálar Origo og/eða vinnslusamningsskilmálar Origo og vinnslulýsingar hafa átt við um samningssamband aðila gilda þeir skilmálar áfram, ef frá er talin breyting á mótaðila, þ.e.a.s. Origo ehf. tekur við öllum réttindum og skyldum þess sem hingað til hefur heitið Origo hf.
Ef einhverjar spurningar vakna í tengslum við ofangreint, ekki hika við að hafa samband.
Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs.